Finnur tók metið af Sigga Ingimundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2014 07:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR. Vísir/Stefán Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30
Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45