Finnur tók metið af Sigga Ingimundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2014 07:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR. Vísir/Stefán Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30
Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45