Rannsóknarsetur verslunarinnar verður sjálfseignarstofnun Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2014 10:02 Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mynd/Vilhelm. Rannsóknasetur verslunarinnar hefur verið gert að sérstakri sjálfseignarstofnun og rekstur hennar verður aðskilinn frá Háskólanum á Bifröst. Setrið hefur hingað til verið rekið sem eining innan háskólans. Þeir sem standa að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, VR, Kaupmannasamtök Íslands og Bílgreinasambandið. Formaður stjórnar er Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. „Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mikil gagnasöfnun og úrvinnsla hagtalna hefur átt sér stað á þessum tíma eins og sjá má á heimasíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is. Auk mánaðarlegrar birtingar á veltuvísitölu helstu flokka smásöluverslunar má nefna reglulega birtingu á heimsmarkaðsverði á hrávöru og birtingu á sundurliðaðri greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi. Auk þess eru stundaðar rannsóknir og úttektir á fjölmörgum sviðum verslunar og þjónustu og gefnar út hagtölur um þróun í greininni. Atvinnutengdar rannsóknir á Íslandi snúa mestmegnis að framleiðslu- og tæknigreinum, enda um að ræða greinar sem skipta miklu máli við tekjuöflun þjóðarinnar. Hins vegar hefur minni áhersla verið lögð á rannsóknir tengdar þjónustugreinum eins og verslun. Þó skiptir sú atvinnugrein síst minna máli þegar horft er til þjóðarhags. Öll hagkvæmni í verslun og viðskiptum leiðir af sér hagræðingu, sparnað, aukin gæði, lægri útgjöld fyrir neytendur og auka atvinnusköpun. Þess vegna er alveg jafn mikilvægt að hlúa að fagmennsku í verslun og eins og framleiðslu. Auk þeirra verkefna sem RSV stundar núna verður á næstunni lögð aukin áhersla á verkefni sem snerta ferðaþjónustu, enda eru verslun og ferðaþjónustu samofin. Meðal annarra verkefna á nýju ári má nefna rannsókn á íslenskri netverslun, starfsmenntamál verslunarfólks auk útgáfu á Árbók bílgreina," segir í tilkynningu Rannsóknarsetursins. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Rannsóknasetur verslunarinnar hefur verið gert að sérstakri sjálfseignarstofnun og rekstur hennar verður aðskilinn frá Háskólanum á Bifröst. Setrið hefur hingað til verið rekið sem eining innan háskólans. Þeir sem standa að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, VR, Kaupmannasamtök Íslands og Bílgreinasambandið. Formaður stjórnar er Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. „Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mikil gagnasöfnun og úrvinnsla hagtalna hefur átt sér stað á þessum tíma eins og sjá má á heimasíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is. Auk mánaðarlegrar birtingar á veltuvísitölu helstu flokka smásöluverslunar má nefna reglulega birtingu á heimsmarkaðsverði á hrávöru og birtingu á sundurliðaðri greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi. Auk þess eru stundaðar rannsóknir og úttektir á fjölmörgum sviðum verslunar og þjónustu og gefnar út hagtölur um þróun í greininni. Atvinnutengdar rannsóknir á Íslandi snúa mestmegnis að framleiðslu- og tæknigreinum, enda um að ræða greinar sem skipta miklu máli við tekjuöflun þjóðarinnar. Hins vegar hefur minni áhersla verið lögð á rannsóknir tengdar þjónustugreinum eins og verslun. Þó skiptir sú atvinnugrein síst minna máli þegar horft er til þjóðarhags. Öll hagkvæmni í verslun og viðskiptum leiðir af sér hagræðingu, sparnað, aukin gæði, lægri útgjöld fyrir neytendur og auka atvinnusköpun. Þess vegna er alveg jafn mikilvægt að hlúa að fagmennsku í verslun og eins og framleiðslu. Auk þeirra verkefna sem RSV stundar núna verður á næstunni lögð aukin áhersla á verkefni sem snerta ferðaþjónustu, enda eru verslun og ferðaþjónustu samofin. Meðal annarra verkefna á nýju ári má nefna rannsókn á íslenskri netverslun, starfsmenntamál verslunarfólks auk útgáfu á Árbók bílgreina," segir í tilkynningu Rannsóknarsetursins.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira