Rannsóknarsetur verslunarinnar verður sjálfseignarstofnun Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2014 10:02 Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mynd/Vilhelm. Rannsóknasetur verslunarinnar hefur verið gert að sérstakri sjálfseignarstofnun og rekstur hennar verður aðskilinn frá Háskólanum á Bifröst. Setrið hefur hingað til verið rekið sem eining innan háskólans. Þeir sem standa að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, VR, Kaupmannasamtök Íslands og Bílgreinasambandið. Formaður stjórnar er Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. „Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mikil gagnasöfnun og úrvinnsla hagtalna hefur átt sér stað á þessum tíma eins og sjá má á heimasíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is. Auk mánaðarlegrar birtingar á veltuvísitölu helstu flokka smásöluverslunar má nefna reglulega birtingu á heimsmarkaðsverði á hrávöru og birtingu á sundurliðaðri greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi. Auk þess eru stundaðar rannsóknir og úttektir á fjölmörgum sviðum verslunar og þjónustu og gefnar út hagtölur um þróun í greininni. Atvinnutengdar rannsóknir á Íslandi snúa mestmegnis að framleiðslu- og tæknigreinum, enda um að ræða greinar sem skipta miklu máli við tekjuöflun þjóðarinnar. Hins vegar hefur minni áhersla verið lögð á rannsóknir tengdar þjónustugreinum eins og verslun. Þó skiptir sú atvinnugrein síst minna máli þegar horft er til þjóðarhags. Öll hagkvæmni í verslun og viðskiptum leiðir af sér hagræðingu, sparnað, aukin gæði, lægri útgjöld fyrir neytendur og auka atvinnusköpun. Þess vegna er alveg jafn mikilvægt að hlúa að fagmennsku í verslun og eins og framleiðslu. Auk þeirra verkefna sem RSV stundar núna verður á næstunni lögð aukin áhersla á verkefni sem snerta ferðaþjónustu, enda eru verslun og ferðaþjónustu samofin. Meðal annarra verkefna á nýju ári má nefna rannsókn á íslenskri netverslun, starfsmenntamál verslunarfólks auk útgáfu á Árbók bílgreina," segir í tilkynningu Rannsóknarsetursins. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Rannsóknasetur verslunarinnar hefur verið gert að sérstakri sjálfseignarstofnun og rekstur hennar verður aðskilinn frá Háskólanum á Bifröst. Setrið hefur hingað til verið rekið sem eining innan háskólans. Þeir sem standa að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, VR, Kaupmannasamtök Íslands og Bílgreinasambandið. Formaður stjórnar er Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst. „Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 að frumkvæði fyrirtækja í verslun og hefur því á þessu ári verið starfrækt í 10 ár. Mikil gagnasöfnun og úrvinnsla hagtalna hefur átt sér stað á þessum tíma eins og sjá má á heimasíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is. Auk mánaðarlegrar birtingar á veltuvísitölu helstu flokka smásöluverslunar má nefna reglulega birtingu á heimsmarkaðsverði á hrávöru og birtingu á sundurliðaðri greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi. Auk þess eru stundaðar rannsóknir og úttektir á fjölmörgum sviðum verslunar og þjónustu og gefnar út hagtölur um þróun í greininni. Atvinnutengdar rannsóknir á Íslandi snúa mestmegnis að framleiðslu- og tæknigreinum, enda um að ræða greinar sem skipta miklu máli við tekjuöflun þjóðarinnar. Hins vegar hefur minni áhersla verið lögð á rannsóknir tengdar þjónustugreinum eins og verslun. Þó skiptir sú atvinnugrein síst minna máli þegar horft er til þjóðarhags. Öll hagkvæmni í verslun og viðskiptum leiðir af sér hagræðingu, sparnað, aukin gæði, lægri útgjöld fyrir neytendur og auka atvinnusköpun. Þess vegna er alveg jafn mikilvægt að hlúa að fagmennsku í verslun og eins og framleiðslu. Auk þeirra verkefna sem RSV stundar núna verður á næstunni lögð aukin áhersla á verkefni sem snerta ferðaþjónustu, enda eru verslun og ferðaþjónustu samofin. Meðal annarra verkefna á nýju ári má nefna rannsókn á íslenskri netverslun, starfsmenntamál verslunarfólks auk útgáfu á Árbók bílgreina," segir í tilkynningu Rannsóknarsetursins.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira