Deila um mörk friðlandsins Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2014 08:59 Mynd/Vilhelm „Þetta er mjög afhjúpandi leið sem ráðherrann velur þarna, hann er í raun og veru að draga línu sem mynduð er að ósk Landsvirkjunar og það er ekki verkefni umhverfisráðherra hvers tíma að búa til einhvers konar hlaðborð fyrir orkufyrirtækin,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, í samtali við Fréttablaðið um ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera sem gerir framkvæmd Norðlingaölduveitu mögulega. Mörk friðlandsins verða dregin í kringum lónið, svo veitan falli utan við friðlýsta svæðið. Sigurður Ingi segir að síðan menn byrjuðu að berjast fyrir friðun Þjórsárvera hafi orðið almenn sátt um hana. Þá snerust átökin um það hvort Norðlingaölduveita væri inni í skilgreindu svæði sem hétu Þjórsárver eða fyrir utan en sú umræða hefur aldrei verið kláruð. „Svandís teiknaði stækkun friðlandsins í Þjórsárverum langt út fyrir það sem menn almennt kalla Þjórsárver,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að þar gæti því átt í framtíðinni eftir að skilgreina nýja orkukosti sem yrðu þá metnir af verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar.Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur.Mynd/StefánSigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, að í umræðu um ákvörðun hans að færa mörk friðlandsins í kringum lón Norðlingaölduveitu, sé ruglað saman verndun Þjórsárvera og einhverjum hugsanlegum virkjanakostum neðar í Þjórsá í framtíðinni. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur var formaður fyrsta faghópsins sem mat verðmæti svæðanna og síðan áhrif einstakra virkjana á náttúru og menningarminjar. Hún segir í samtali við Fréttablaðið aldrei hægt að ná fullkominni sátt um rammaáætlun. „Þarna náðist málamiðlun þar sem verið var að móta stefnu til langrar framtíðar og vegnir saman mismunandi kostir í landnýtingu,“ segir Þóra Ellen. „Þess vegna gengur það alls ekki upp að mínu mati að svæði sem búið er að skipa í verndarflokk sé samt sem áður mögulegt svæði til orkunýtingar. Eftir að búið er að nýta land til orkuvinnslu er búið að fórna möguleikanum á náttúrunýtingu svæðisins og ef það á að gera þetta endalaust þá blasir það við að á endanum yrði ekkert eftir,“ segir Þóra. Hún segir að þó það komi fram einhver breytt útfærsla á virkjanahugmynd á þessu svæði þá skipti það engu máli fyrir þá ráðstöfun sem áður hefur verið gerð með því að setja svæðið í verndarflokk. „Þar eru það náttúruverndarverðmætin en ekki orkuverðmætin sem eru grundvöllur þess að svæðið er sett í verndarflokk,“ segir Þóra Ellen. Hún segir einnig að fossarnir í Þjórsá hafi verið metnir sérstaklega til verðmæta og þeir verði fyrir miklum áhrifum ef af þessari framkvæmd verður. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
„Þetta er mjög afhjúpandi leið sem ráðherrann velur þarna, hann er í raun og veru að draga línu sem mynduð er að ósk Landsvirkjunar og það er ekki verkefni umhverfisráðherra hvers tíma að búa til einhvers konar hlaðborð fyrir orkufyrirtækin,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, í samtali við Fréttablaðið um ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera sem gerir framkvæmd Norðlingaölduveitu mögulega. Mörk friðlandsins verða dregin í kringum lónið, svo veitan falli utan við friðlýsta svæðið. Sigurður Ingi segir að síðan menn byrjuðu að berjast fyrir friðun Þjórsárvera hafi orðið almenn sátt um hana. Þá snerust átökin um það hvort Norðlingaölduveita væri inni í skilgreindu svæði sem hétu Þjórsárver eða fyrir utan en sú umræða hefur aldrei verið kláruð. „Svandís teiknaði stækkun friðlandsins í Þjórsárverum langt út fyrir það sem menn almennt kalla Þjórsárver,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að þar gæti því átt í framtíðinni eftir að skilgreina nýja orkukosti sem yrðu þá metnir af verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar.Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur.Mynd/StefánSigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, að í umræðu um ákvörðun hans að færa mörk friðlandsins í kringum lón Norðlingaölduveitu, sé ruglað saman verndun Þjórsárvera og einhverjum hugsanlegum virkjanakostum neðar í Þjórsá í framtíðinni. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur var formaður fyrsta faghópsins sem mat verðmæti svæðanna og síðan áhrif einstakra virkjana á náttúru og menningarminjar. Hún segir í samtali við Fréttablaðið aldrei hægt að ná fullkominni sátt um rammaáætlun. „Þarna náðist málamiðlun þar sem verið var að móta stefnu til langrar framtíðar og vegnir saman mismunandi kostir í landnýtingu,“ segir Þóra Ellen. „Þess vegna gengur það alls ekki upp að mínu mati að svæði sem búið er að skipa í verndarflokk sé samt sem áður mögulegt svæði til orkunýtingar. Eftir að búið er að nýta land til orkuvinnslu er búið að fórna möguleikanum á náttúrunýtingu svæðisins og ef það á að gera þetta endalaust þá blasir það við að á endanum yrði ekkert eftir,“ segir Þóra. Hún segir að þó það komi fram einhver breytt útfærsla á virkjanahugmynd á þessu svæði þá skipti það engu máli fyrir þá ráðstöfun sem áður hefur verið gerð með því að setja svæðið í verndarflokk. „Þar eru það náttúruverndarverðmætin en ekki orkuverðmætin sem eru grundvöllur þess að svæðið er sett í verndarflokk,“ segir Þóra Ellen. Hún segir einnig að fossarnir í Þjórsá hafi verið metnir sérstaklega til verðmæta og þeir verði fyrir miklum áhrifum ef af þessari framkvæmd verður.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira