Hvalabjór í fyrsta skipti á markað Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. janúar 2014 07:30 Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira