Sótt að dómurum Jakob R. Möller og Sigurmar K. Albertsson skrifar 30. júní 2014 07:00 Nú í júnímánuði hafa birst fréttir af tveimur kærum á hendur dómurum við Hæstarétt, annar þeirra er skipaður dómari en hinn settur. Hvort tveggja málin tengjast úrskurðum um húsleitir og/eða símhlerun. Kæran á hendur hinum skipaða dómara fyrir að falsa úrskurð um símhlerun beindist einnig að Sérstökum saksóknara og ef til vill fleirum. Það mál mun hafa verið afgreitt af Ríkissaksóknara, þangað sem kærunni var beint, og ekki talin efni til aðgerða. Síðara málið gegn settum dómara varðar rösklega tveggja ára gamlan úrskurð um húsleit og virðist dómarinn, sem þá var við Héraðsdóm Reykjavíkur, vera kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir að hafa kveðið upp rangan úrskurð! Á meðal lögmanna, og raunar annarra lögfræðinga, þar á meðal dómara, er það mjög algeng skoðun að lagareglur um úrskurði um húsleitir og símhleranir og aðrar rannsóknaraðgerðir sem ganga mjög nærri persónufrelsi fólks, séu verulega gallaðar og reglurnar sjálfar og framkvæmdin þarfnist mikilla endurbóta. Þeirrar skoðunar var meðal annars Róbert Spanó, þegar hann var ritstjóri Tímarits lögfræðinga, en hann hefur nú tekið sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu. Helstu gallarnir við meðferð slíkra mála eru að þar hefur ákæru- eða rannsóknarvald eitt aðgang að dómstóli, en sá sem húsleit eða hlerun á að sæta fréttir ekkert fyrr en eftir á. Er því enn brýnna en endranær að dómarar vandi til verka sinna. Margir lögmenn sem hafa verið í samskiptum við embætti Sérstaks saksóknara eru mjög gagnrýnir á stjórnsýslu, stjórnun og vinnulag þar á bæ. Hefur enda komið fram í dómi nú nýlega, það sem fjölmargir lögmenn vissu af reynslu, að hjá embættinu var brotið alvarlega gegn réttindum sakaðra manna í samskiptum við lögmenn sína. Um afsakanir og útskýringar á brotum er kurteislegast að segja að þær hafi verið klaufalegar. Rómverjar spurðu til forna: Quis custodiet ipsos custodes, sem eiginlega þýðir: Hverjir verja okkur fyrir varðmönnunum? Þegar lögreglu og ákæruvaldi er falið mikið vald til afskipta af almennum borgurum, er einstaklega mikilvægt að því sé beitt í samræmi við lög, lýðræðishefðir og í hófi. Á það hefur greinilega skort hjá embætti Sérstaks saksóknara. Lögmenn og dómarar eru hvorir tveggja þjónar réttarins. Bæði lögmenn og dómarar verða að sjálfsögðu að hlíta lögum í störfum sínum, en það er ekki nóg. Samfélag okkar sýpur enn seyðið af framferði manna sem litu þannig á að ef þeir gætu, mættu þeir. Þeir sem vilja samfélagsskipan feiga ráðast einna fyrst að réttarkerfinu. Dómarar eru ekki friðhelgir, brjóti þeir lög verða þeir að taka afleiðingunum. Þá tæki þó fyrst steininn úr ef krafist yrði lögreglurannsóknar í hvert sinn sem sakaður maður eða málsaðili í einkamáli teldi dóm eða úrskurð rangan. Áratugum saman hefur fyrsta grein siðareglna íslenskra lögmanna hljóðað sem hér segir:„Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ Vafalaust hefur þorri lögmanna heiðrað þessa reglu í störfum sínum af fullri alvöru og hafi út af brugðið hafa hinir brotlegu að minnsta kosti fundið fyrir því í samskiptum við aðra lögmenn. Lögmenn hafa einnig virt þær reglur sem fram koma í 19. gr. siðareglna en greinin er í III. kafla, þar sem fjallað er um samskipti lögmanna við dómstóla:„19. gr. Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.“ Því er til þessara reglna vitnað að ýmsir lögmenn virðast nú hafa ruglast í ríminu og telja að dómarar í héraði eða Hæstarétti séu andstæðingar þeirra og megi beita hverjum ráðum sem vill til þess að koma á þá höggi. Þeir sem þannig haga sér vita sem er að dómarar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú í júnímánuði hafa birst fréttir af tveimur kærum á hendur dómurum við Hæstarétt, annar þeirra er skipaður dómari en hinn settur. Hvort tveggja málin tengjast úrskurðum um húsleitir og/eða símhlerun. Kæran á hendur hinum skipaða dómara fyrir að falsa úrskurð um símhlerun beindist einnig að Sérstökum saksóknara og ef til vill fleirum. Það mál mun hafa verið afgreitt af Ríkissaksóknara, þangað sem kærunni var beint, og ekki talin efni til aðgerða. Síðara málið gegn settum dómara varðar rösklega tveggja ára gamlan úrskurð um húsleit og virðist dómarinn, sem þá var við Héraðsdóm Reykjavíkur, vera kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir að hafa kveðið upp rangan úrskurð! Á meðal lögmanna, og raunar annarra lögfræðinga, þar á meðal dómara, er það mjög algeng skoðun að lagareglur um úrskurði um húsleitir og símhleranir og aðrar rannsóknaraðgerðir sem ganga mjög nærri persónufrelsi fólks, séu verulega gallaðar og reglurnar sjálfar og framkvæmdin þarfnist mikilla endurbóta. Þeirrar skoðunar var meðal annars Róbert Spanó, þegar hann var ritstjóri Tímarits lögfræðinga, en hann hefur nú tekið sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu. Helstu gallarnir við meðferð slíkra mála eru að þar hefur ákæru- eða rannsóknarvald eitt aðgang að dómstóli, en sá sem húsleit eða hlerun á að sæta fréttir ekkert fyrr en eftir á. Er því enn brýnna en endranær að dómarar vandi til verka sinna. Margir lögmenn sem hafa verið í samskiptum við embætti Sérstaks saksóknara eru mjög gagnrýnir á stjórnsýslu, stjórnun og vinnulag þar á bæ. Hefur enda komið fram í dómi nú nýlega, það sem fjölmargir lögmenn vissu af reynslu, að hjá embættinu var brotið alvarlega gegn réttindum sakaðra manna í samskiptum við lögmenn sína. Um afsakanir og útskýringar á brotum er kurteislegast að segja að þær hafi verið klaufalegar. Rómverjar spurðu til forna: Quis custodiet ipsos custodes, sem eiginlega þýðir: Hverjir verja okkur fyrir varðmönnunum? Þegar lögreglu og ákæruvaldi er falið mikið vald til afskipta af almennum borgurum, er einstaklega mikilvægt að því sé beitt í samræmi við lög, lýðræðishefðir og í hófi. Á það hefur greinilega skort hjá embætti Sérstaks saksóknara. Lögmenn og dómarar eru hvorir tveggja þjónar réttarins. Bæði lögmenn og dómarar verða að sjálfsögðu að hlíta lögum í störfum sínum, en það er ekki nóg. Samfélag okkar sýpur enn seyðið af framferði manna sem litu þannig á að ef þeir gætu, mættu þeir. Þeir sem vilja samfélagsskipan feiga ráðast einna fyrst að réttarkerfinu. Dómarar eru ekki friðhelgir, brjóti þeir lög verða þeir að taka afleiðingunum. Þá tæki þó fyrst steininn úr ef krafist yrði lögreglurannsóknar í hvert sinn sem sakaður maður eða málsaðili í einkamáli teldi dóm eða úrskurð rangan. Áratugum saman hefur fyrsta grein siðareglna íslenskra lögmanna hljóðað sem hér segir:„Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ Vafalaust hefur þorri lögmanna heiðrað þessa reglu í störfum sínum af fullri alvöru og hafi út af brugðið hafa hinir brotlegu að minnsta kosti fundið fyrir því í samskiptum við aðra lögmenn. Lögmenn hafa einnig virt þær reglur sem fram koma í 19. gr. siðareglna en greinin er í III. kafla, þar sem fjallað er um samskipti lögmanna við dómstóla:„19. gr. Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.“ Því er til þessara reglna vitnað að ýmsir lögmenn virðast nú hafa ruglast í ríminu og telja að dómarar í héraði eða Hæstarétti séu andstæðingar þeirra og megi beita hverjum ráðum sem vill til þess að koma á þá höggi. Þeir sem þannig haga sér vita sem er að dómarar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér í fjölmiðlum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun