Tvö kísilver að komast í höfn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2014 20:00 Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45