Viðskipti innlent

Gengi Vodafone hækkaði mikið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Töluverð velta var á hlutabréfamarkaði í dag og hækkaði gengi hlutabréfa Vodafone um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni. Velta með hlutabréfin var rúmar hundrað milljónir króna, en heildarvelta dagsins var um 984 milljónir.

Sagt er frá því á vef Viðskiptablaðsins að gengi hlutabréfa Vodafone sé nú orðið hærra en þegar tölvuþrjótur braust inn á vefsíðu fyrirtækisins undir lok nóvember og stal þaðan ýmsum gögnum.

Gengi hlutabréfa í Marel hækkuðu um 0,75 prósent og Hagar hækkuðu um 0,12 prósent. Gengi hlutabréfa í N1, TM, VÍS, Eimskipum, Reginn og Icelandair lækkuðu aftur á móti. Mest var veltan með hlutabréf Icelandair, eða 206 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×