Gagnastreymi „rænt“ til Íslands Kristján Hjálmarsson skrifar 21. nóvember 2013 15:14 Svona „stálu“ þjófarnir netumferðinni samkvæmt Renesys. Mynd/Renesys Alþjóðlegu gagnastreymi á netinu var „rænt“ nokkrum sinnum á árinu og því beint í gegnum Hvíta-Rússland og Ísland. Ræningjarnir beindu sjónum sínum að ákveðnum borgum og eru þeir taldar hafa verið til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í skýrslu hjá netvöktunarfyrirtækinu Renesys sem fylgist með umferð á netinu út um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag, meðal annars Ars Technica, Computing og All Things Digital. Samkvæmt Renesys hefur þetta átt sér stað minnst sextíu daga á þessu ári og meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þjófunum eru fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir. Árásirnar hófust í byrjun febrúar og áttu sér stað nánast daglega. Þær hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og allt upp í nokkra klukkustundir. Samkvæmt Renesys var umferðinni fyrst beint til Íslands í gegnum Nýherja í maí. Allt var síðan með kyrrum kjörum þar til í lok júlí að Renesys tók eftir því að umferðinni væri aftur beint til Íslands. Nú í gegnum Opin kerfi. „Í allt voru þetta sautján skipti, sem náðu frá 31. júlí til 19. ágúst,“ segir Jim Cowie rannsakandi hjá Renesys. Hann segir að í allt hafi níu íslensk fyrirtæki hafi verið notuð á þennan hátt og þau tengist öll Símanum. „Ránin“ fara þannig fram að netumferð er beint af sinni hefðbundnu leið yfir á leið ræningjanna sem grisja úr þær upplýsingar sem þeir vilja. Ránið tekur aðeins örfáar sekúndur en sendandi finnur aldrei fyrir seinkuninni. Upphaflegu upplýsingarnar skila sér á áfangastað. Bilun í hugbúnaði en ekki netárás Samkvæmt upplýsingum frá Símanum var ekki um netárás að ræða, eins og segir í skýrslu Renesys, heldur bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal. „Bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal í sumar olli því að netupplýsingar spilltust. Bilunin varð til þess að umferð sem ekki var ætluð Símanum eða viðskiptavinum hans fór ranglega um net Símans á leið sinni til réttra viðskiptavina,“ segir í yfirlýsingu frá Símanum. „Þessi bilun lýsir sér ekki ósvipað tiltekinni tegund netárása, þar sem umferð er vísvitandi beint á rangan aðila. Hér var þó ekki slíku til að dreifa heldur var um bilun hjá Símanum að ræða og ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Þessi bilun hafði þau áhrif að það leit út fyrir að hinar röngu upplýsingar kæmu frá ákveðnum viðskiptavinum Símans, þar á meðal Opnum Kerfum og Nýherja. Þessi bilun tengdist þessum fyrirtækjum þó ekkert og harmar Síminn þau óþægindi sem þau hafa orðið fyrir vegna þessa. Umrædd bilun var lagfærð þann 22. ágúst sl.“Á þessu korti sjást þær 150 borgir sem Renesys segir netumferð hafa verið stolið frá á árinu.Mynd/Renesys Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Alþjóðlegu gagnastreymi á netinu var „rænt“ nokkrum sinnum á árinu og því beint í gegnum Hvíta-Rússland og Ísland. Ræningjarnir beindu sjónum sínum að ákveðnum borgum og eru þeir taldar hafa verið til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í skýrslu hjá netvöktunarfyrirtækinu Renesys sem fylgist með umferð á netinu út um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag, meðal annars Ars Technica, Computing og All Things Digital. Samkvæmt Renesys hefur þetta átt sér stað minnst sextíu daga á þessu ári og meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þjófunum eru fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir. Árásirnar hófust í byrjun febrúar og áttu sér stað nánast daglega. Þær hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og allt upp í nokkra klukkustundir. Samkvæmt Renesys var umferðinni fyrst beint til Íslands í gegnum Nýherja í maí. Allt var síðan með kyrrum kjörum þar til í lok júlí að Renesys tók eftir því að umferðinni væri aftur beint til Íslands. Nú í gegnum Opin kerfi. „Í allt voru þetta sautján skipti, sem náðu frá 31. júlí til 19. ágúst,“ segir Jim Cowie rannsakandi hjá Renesys. Hann segir að í allt hafi níu íslensk fyrirtæki hafi verið notuð á þennan hátt og þau tengist öll Símanum. „Ránin“ fara þannig fram að netumferð er beint af sinni hefðbundnu leið yfir á leið ræningjanna sem grisja úr þær upplýsingar sem þeir vilja. Ránið tekur aðeins örfáar sekúndur en sendandi finnur aldrei fyrir seinkuninni. Upphaflegu upplýsingarnar skila sér á áfangastað. Bilun í hugbúnaði en ekki netárás Samkvæmt upplýsingum frá Símanum var ekki um netárás að ræða, eins og segir í skýrslu Renesys, heldur bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal. „Bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal í sumar olli því að netupplýsingar spilltust. Bilunin varð til þess að umferð sem ekki var ætluð Símanum eða viðskiptavinum hans fór ranglega um net Símans á leið sinni til réttra viðskiptavina,“ segir í yfirlýsingu frá Símanum. „Þessi bilun lýsir sér ekki ósvipað tiltekinni tegund netárása, þar sem umferð er vísvitandi beint á rangan aðila. Hér var þó ekki slíku til að dreifa heldur var um bilun hjá Símanum að ræða og ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Þessi bilun hafði þau áhrif að það leit út fyrir að hinar röngu upplýsingar kæmu frá ákveðnum viðskiptavinum Símans, þar á meðal Opnum Kerfum og Nýherja. Þessi bilun tengdist þessum fyrirtækjum þó ekkert og harmar Síminn þau óþægindi sem þau hafa orðið fyrir vegna þessa. Umrædd bilun var lagfærð þann 22. ágúst sl.“Á þessu korti sjást þær 150 borgir sem Renesys segir netumferð hafa verið stolið frá á árinu.Mynd/Renesys
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent