Þeir eru fjölmargir sem leggja hönd á plóginn við að styrkja fórnarlömb fellibylsins sem reið yfir Filippseyjar á dögunum.
Spænski körfuknattleikskappinn Pau Gasol hjá LA Lakers ætlar ekki að láta sitt eftir liggja. Hann mun styrkja björgunarstarfið um rúmlega 120 þúsund krónur fyrir hvert stig sem hann skorar í leik Lakers og Golden State á föstudag.
Gasol er sagður vera gull af mann og hefur margoft látið gott ag sér leiða. Hann er líka einn af sendiherrum UNICEF.
Nú er bara spurning hvernig Gasol gengur í leiknum. Hann hefur ekkert verið sérstaklega heitur í upphafi leiktíðar og er með 13 stig að meðaltali í leik.
Spánverjinn vill örugglega gera betur í þessum leik svo hann sendi ríflega summu í hjálparstarfið.
Gefur 120 þúsund krónur í hjálparstarf fyrir hvert stig sem hann skorar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn