„Stundum vildi ég óska þess að myndböndin væru líkari því sem þótti eðlilegt í gamla daga. Þegar það var bara einn heilklæðnaður og maður dansaði í gegnum allt myndbandið og það snérist ekki allt um kynlíf. Myndband sem snýst um dans, ég væri til í að gera svoleiðis myndband,“ sagði söngkonan sem viðurkenndi að henni þætti erfitt að vera svo klæðalítil í myndbandinu vegna sona sinna.
„Myndbandið var mun djarfara, en ég lét klippa þau atriði út því ég á börn. Það er erfitt að samræma móðurhlutverkið og poppbransann en ég reyni að vera fylgin sjálfri mér og finna meðalveginn í öllu sem ég geri.“