Frumkvöðlar með textílprentun Lovísa Eiríksdóttir skrifar 19. júní 2013 11:00 Systurnar Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir stefna hátt. Systurnar Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir eru nú í óða önn að stofna sprotafyrirtækið Textílprentun Íslands. Þær sóttu námskeiðið Brautargengi sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til þess að fá hjálp við uppbyggingu og áætlun. Brautargengi er sniðið er að þörfum kvenna með viðskiptahugmyndir sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Nýsköpunarmiðstöðin hóf að halda námskeiðið árið 1996 og hefur alls 1.021 kona lokið því. Í því felst að þær hafa búið til heildstæða viðskiptaáætlun í kringum viðskiptahugmyndir sínar. Margrét Helga Skúladóttir varð nýverið þúsundasta konan sem útskrifast úr námskeiðinu frá upphafi en hún hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlun námskeiðsins ásamt systur sinni Guðrúnu Eysteinsdóttur. Textílprentun mun sérhæfa sig í stafrænni textílprentun sem snýst um að prenta með stafrænni tækni á náttúruleg efni eins og silki, ull og bómull. „Þetta var hugmynd sem við fengum á síðasta ári eftir að við áttuðum okkur á því að það væri algjört gat á markaðnum á sviði textílprentunar,“ segir Margrét Helga en Guðrún systir hennar er menntaður textílhönnuður frá Glasgow School of Art. Eftir að systurnar fengu hugmyndina skráðu þær sig í Brautargengi með það fyrir augum að ljá hugmyndinni vængi. „Námskeiðið gaf okkur einstaklega góða innsýn í það hvernig fyrirtæki virka og lét okkur stíga örlítið út fyrir þægindarammann. Það hafði virkilega góð áhrif á mig,“ segir Margrét Helga. Systurnar gerðu ítarlega markaðsrannsókn á meðan á námskeiðinu stóð sem Margrét Helga segir að hafi verið ein meginástæðan fyrir því að þær fengu verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina. „Það kom í ljós að það eru mjög margir að kaupa sér þessa þjónustu í útlöndum. Rannsóknin leiddi því í ljós að hægt væri að veita þessum aðilum hraðari þjónustu hér á landi en þeir fá núna,“ segir Margrét Helga sem vonast til þess að fyrirtækið geti hafið starfsemi í sumar. „Við erum komnar með húsnæði og erum að sækja um kennitölu. Nú bíðum við eftir að fá að vita hvort við fáum lánatryggingu hjá nýsköpunarsjóðnum Svanna,“ segir Margrét Helga, sem er byrjuð að setja sig í stellingar. Margrét Helga hefur verið heimavinnandi undanfarið og alið upp börnin sín tvö. Hún segir að Brautargengi hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrir hana til þess að öðlast sjálfstraust og hvatningu varðandi það sem hún er að fást við. „Mér þótti mjög gott að vera á þessu námskeiði eingöngu með konum sem allar voru á svipuðum stað og ég,“ segir Margrét Helga, sem telur afar mikilvægt að námskeið eins og Brautargengi sé í boði fyrir konur til þess að þær geti eflt tengslanet sitt og sameinað styrk sinn í atvinnulífinu. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Systurnar Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir eru nú í óða önn að stofna sprotafyrirtækið Textílprentun Íslands. Þær sóttu námskeiðið Brautargengi sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til þess að fá hjálp við uppbyggingu og áætlun. Brautargengi er sniðið er að þörfum kvenna með viðskiptahugmyndir sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Nýsköpunarmiðstöðin hóf að halda námskeiðið árið 1996 og hefur alls 1.021 kona lokið því. Í því felst að þær hafa búið til heildstæða viðskiptaáætlun í kringum viðskiptahugmyndir sínar. Margrét Helga Skúladóttir varð nýverið þúsundasta konan sem útskrifast úr námskeiðinu frá upphafi en hún hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlun námskeiðsins ásamt systur sinni Guðrúnu Eysteinsdóttur. Textílprentun mun sérhæfa sig í stafrænni textílprentun sem snýst um að prenta með stafrænni tækni á náttúruleg efni eins og silki, ull og bómull. „Þetta var hugmynd sem við fengum á síðasta ári eftir að við áttuðum okkur á því að það væri algjört gat á markaðnum á sviði textílprentunar,“ segir Margrét Helga en Guðrún systir hennar er menntaður textílhönnuður frá Glasgow School of Art. Eftir að systurnar fengu hugmyndina skráðu þær sig í Brautargengi með það fyrir augum að ljá hugmyndinni vængi. „Námskeiðið gaf okkur einstaklega góða innsýn í það hvernig fyrirtæki virka og lét okkur stíga örlítið út fyrir þægindarammann. Það hafði virkilega góð áhrif á mig,“ segir Margrét Helga. Systurnar gerðu ítarlega markaðsrannsókn á meðan á námskeiðinu stóð sem Margrét Helga segir að hafi verið ein meginástæðan fyrir því að þær fengu verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina. „Það kom í ljós að það eru mjög margir að kaupa sér þessa þjónustu í útlöndum. Rannsóknin leiddi því í ljós að hægt væri að veita þessum aðilum hraðari þjónustu hér á landi en þeir fá núna,“ segir Margrét Helga sem vonast til þess að fyrirtækið geti hafið starfsemi í sumar. „Við erum komnar með húsnæði og erum að sækja um kennitölu. Nú bíðum við eftir að fá að vita hvort við fáum lánatryggingu hjá nýsköpunarsjóðnum Svanna,“ segir Margrét Helga, sem er byrjuð að setja sig í stellingar. Margrét Helga hefur verið heimavinnandi undanfarið og alið upp börnin sín tvö. Hún segir að Brautargengi hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrir hana til þess að öðlast sjálfstraust og hvatningu varðandi það sem hún er að fást við. „Mér þótti mjög gott að vera á þessu námskeiði eingöngu með konum sem allar voru á svipuðum stað og ég,“ segir Margrét Helga, sem telur afar mikilvægt að námskeið eins og Brautargengi sé í boði fyrir konur til þess að þær geti eflt tengslanet sitt og sameinað styrk sinn í atvinnulífinu.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent