Handbolti

Þórir | Veit ekki alveg hvað er að hnénu á mér

Sigurður Elvar Þórólfsson í Barcelona skrifar
Þórir Ólafsson skoraði alls 6 mörk í leiknum gegn Frökkum þrátt fyrir hnémeiðsli.
Þórir Ólafsson skoraði alls 6 mörk í leiknum gegn Frökkum þrátt fyrir hnémeiðsli. Mynd / Vihelm
„Ég veit ekki alveg hvað er að hnénu á mér, þetta gæti verið liðþófi sem er skemmdur, en ég sagði við Aron Kristjánsson þjálfara að ég væri klár og myndi „pína" mig í gegnum leikinn ef þörf væri á mér," sagði Þórir Ólafsson eftir 30-28 tapleikinn gegn Frökkum í kvöld þar sem að Íslendingar féllu úr keppni í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Þórir byrjaði inn á en fór fljótlega af velli en hann skoraði samt sem áður 7 mörk, þar af 6 úr vítaköstum.

„Arnór Þór skilaði sínu vel og ég skokkaði því bara inn á í vítaköstin. „Frakkar refsa fyrir öll mistök sem gerð eru á móti þeim og það var munurinn á liðunum að þessu sinni. Við gáfum allt í þetta og erum „litla" liðið á pappírunum. Það vantaði kannski smá heppni með okkur og það er gríðarlega svekkjandi að tapa þessu í dag. Við ætluðum okkur meira í riðlakeppninni – og þetta var besti leikur okkar í keppninni en það þarf meira gegn Frökkum. Þetta dugði ekki til en framtíðin er björt og það eru spennandi hlutir að gerast hjá okkur þrátt fyrir allt," sagði Þórir Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×