Handbolti

Eftirminnilegustu sigrar Íslands á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
13-11 sigur á Rúmenum
Magdeburg, 1. mars 1958
Þjálfari: Hallsteinn Hinriksson
Mikilvægi: Fyrsti sigurleikur Íslands á stórmóti.
Hetja leiksins: Ragnar Jónsson. Skoraði fimm mörk og fór síðan í markið í lokin þegar markvörðurinn Guðjón Ólafsson var rekinn af velli. Ragnar hélt hreinu síðustu mínúturnar.
Markahæstir: Ragnar Jónsson 5 og Gunnlaugur Hjálmarsson 4.
 Frammistaða íslenzka liðsins hefur vakið óskipta athygli því á daginn hefur komið að liðið á fullt erindi til slíkrar keppni. Það reyndist fært um að standa stærri þjóðum sem hafa fullkomnar aðstæður til iðkunar íþróttarinnar á sporði,“ sagði í frétt um leikinn í Morgunblaðinu.
13-11 sigur á Rúmenum Magdeburg, 1. mars 1958 Þjálfari: Hallsteinn Hinriksson Mikilvægi: Fyrsti sigurleikur Íslands á stórmóti. Hetja leiksins: Ragnar Jónsson. Skoraði fimm mörk og fór síðan í markið í lokin þegar markvörðurinn Guðjón Ólafsson var rekinn af velli. Ragnar hélt hreinu síðustu mínúturnar. Markahæstir: Ragnar Jónsson 5 og Gunnlaugur Hjálmarsson 4. Frammistaða íslenzka liðsins hefur vakið óskipta athygli því á daginn hefur komið að liðið á fullt erindi til slíkrar keppni. Það reyndist fært um að standa stærri þjóðum sem hafa fullkomnar aðstæður til iðkunar íþróttarinnar á sporði,“ sagði í frétt um leikinn í Morgunblaðinu.
Íslenska handboltalandsliðið er að hefja keppni á sínu sautjánda heimsmeistaramóti. Strákarnir okkar eru búnir að spila hundrað leiki á HM og Fréttablaðið rifjar upp tíu eftirminnilegustu sigrana.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta lék sinn hundraðasta leik í úrslitakeppni HM í lokaleik sínum á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum og því er kjörið tækifæri til að rifja upp tíu eftirminnilegustu sigurleiki karlaliðs Íslands á sextán heimsmeistaramótum strákanna okkar.

Íslenska liðið hefur alls unnið 44 leiki á HM, allt frá fyrsta sigrinum á móti Rúmenum á HM í Austur-Þýskalandi 1. mars 1958 til þess síðasta sem var á móti Noregi 20. janúar 2011 í lokaleik riðlakeppninnar á HM í Svíþjóð.

Þeir tíu leikir sem Fréttablaðið telur að skeri sig út eru valdir bæði út frá sögulegu mikilvægi og mikilvægi þeirra fyrir íslenska landsliðið á viðkomandi móti.

Skoða má þessa leiki á myndunum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×