Af hverju undanþágur frá ESB-reglum? Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða. Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál.Gagnkvæmi eða undanþágur Þegar bent er á samningsmarkmið okkar gagnvart ESB spyr almenningur um undanþágur. Undanþágubeiðnir hafa verið veganesti íslenskra samningamanna allt frá því að við fyrst ræddum við Dani um viðskipti og gagnkvæm réttindi. Það sagði mér maður sem hefur tengst samningaviðræðunum í Brussel að undanþágubeiðnir okkar séu að fjölda til svipaðar og allar undanþágubeiðnir annarra þjóða, sem sótt hefðu um aðild að ESB. Þótt þetta séu eflaust ýkjur segir þetta sína sögu. Undanþágur beinast að almennum reglum en einnig að ákveðnum málaflokkum sem við viljum halda óskertu forræði yfir. Þar ber hæst að halda fiskveiðiauðlindinni út af fyrir okkur. Flestir Íslendingar munu vera sammála um að það sé frágangssök, sé því ekki náð. Við viljum þó að íslenskum útgerðarmönnum sé leyft að eiga evrópskar útgerðir með veiðirétti. En kjarni þessa máls snýr ekki að ESB heldur okkur sjálfum. Við teljum okkur trú um að við verðum undir í þessum heimi nema aðrar þjóðir veiti okkur undanþágur frá meginreglum í samskiptum þeirra. Á þessu er því miður alið með skírskotun til fámennis. Höfum við þó sýnt að við stöndumst samanburð ágætlega. Okkur hefur ætíð vegnað best þegar samskiptareglur okkar við aðrar þjóðir voru gagnkvæmar og viðskiptin frjáls.Þurfum við undanþágur? Eru almennar og víðtækari undanþágur í reynd eftirsóknarverðar fyrir okkur? Styrkist samkeppnishæfni þjóðarinnar við fleiri og rammgerðari undanþágur frá þeim reglum sem aðrar þjóðir þurfa að gangast undir? Samkeppnishæfnin er sífellt að verða mikilvægari mælikvarði á velgengni og velmegun þjóða. Undanþágur eru forgjöf í samskiptum þjóða. Þegar forgjöfin fellur niður, eins og alltaf verður að lokum, verður erfitt að standast þeim snúning sem enga forgjöf fengu. Þannig er hagrænni samkeppni þjóða einnig farið. Við sjáum það greinilega nú í kreppunni. Þær þjóðir sem búið hafa við verndun standast hinum ekki snúning. Fyrrnefndar þjóðir hafa tekið mikil erlend lán til að viðhalda óbreyttum lifnaðarháttum innanlands, því eigin hagkerfi megnuðu það ekki. Eyðslan var of mikil.Þráhyggja og sérhagsmunir Það hefur verið íslensk þráhyggja að hér gildi allt önnur lögmál en annars staðar. Langvarandi einangrun í bland við innlenda kúgun leiddu af sér eymd sem var langt umfram það sem var í nágrannalöndunum. Við dagsbrún nýrra tíma afsökuðum við afkáraskap, niðurníðslu og afturför með því að segja aðstæður hér sérstakar, einstakar og ósamanburðarhæfar við önnur lönd, auk þess sem Danir fengu sinn skerf. Við erum enn við svipað heygarðshorn. Þorum ekki að taka á því sem breyta þarf, t.d. landbúnaði. Við viljum undanþágu fyrir landbúnað, svo stór hluti bænda megi enn um sinn hírast undir fátæktarmörkum. Einangrun í ræktun og framleiðslu leiðir af sér stöðnun og afturför. Afkoma íslenskra smábænda verður trauðla bætt nema með aðlögunaraðstoð utan frá. Við þurfum að færa landbúnaðinn til þess horfs að bændastéttin geti lifað mannsæmandi lífi. Nú gera það bara stórbændur. Sennilega skýrist heiftúðug andstaða stórbændaforystu bændasamtakanna gegn aðildarumsókn á því, að þeir óttast, að afkoma smábænda muni batna verulega við inngöngu í ESB, en þeirra eigin standa í stað. En auðvitað vita þeir ekkert um niðurstöðuna. Það er beinlínis fáránlegt að hanga á víðtækum varanlegum undanþágum fyrir landbúnaðinn til að halda lífi í tekjulægsta framleiðslukerfi á Vesturlöndum. Semjum heldur um aðlögun að skynsamara og framtíðarvænna landbúnaðarkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða. Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál.Gagnkvæmi eða undanþágur Þegar bent er á samningsmarkmið okkar gagnvart ESB spyr almenningur um undanþágur. Undanþágubeiðnir hafa verið veganesti íslenskra samningamanna allt frá því að við fyrst ræddum við Dani um viðskipti og gagnkvæm réttindi. Það sagði mér maður sem hefur tengst samningaviðræðunum í Brussel að undanþágubeiðnir okkar séu að fjölda til svipaðar og allar undanþágubeiðnir annarra þjóða, sem sótt hefðu um aðild að ESB. Þótt þetta séu eflaust ýkjur segir þetta sína sögu. Undanþágur beinast að almennum reglum en einnig að ákveðnum málaflokkum sem við viljum halda óskertu forræði yfir. Þar ber hæst að halda fiskveiðiauðlindinni út af fyrir okkur. Flestir Íslendingar munu vera sammála um að það sé frágangssök, sé því ekki náð. Við viljum þó að íslenskum útgerðarmönnum sé leyft að eiga evrópskar útgerðir með veiðirétti. En kjarni þessa máls snýr ekki að ESB heldur okkur sjálfum. Við teljum okkur trú um að við verðum undir í þessum heimi nema aðrar þjóðir veiti okkur undanþágur frá meginreglum í samskiptum þeirra. Á þessu er því miður alið með skírskotun til fámennis. Höfum við þó sýnt að við stöndumst samanburð ágætlega. Okkur hefur ætíð vegnað best þegar samskiptareglur okkar við aðrar þjóðir voru gagnkvæmar og viðskiptin frjáls.Þurfum við undanþágur? Eru almennar og víðtækari undanþágur í reynd eftirsóknarverðar fyrir okkur? Styrkist samkeppnishæfni þjóðarinnar við fleiri og rammgerðari undanþágur frá þeim reglum sem aðrar þjóðir þurfa að gangast undir? Samkeppnishæfnin er sífellt að verða mikilvægari mælikvarði á velgengni og velmegun þjóða. Undanþágur eru forgjöf í samskiptum þjóða. Þegar forgjöfin fellur niður, eins og alltaf verður að lokum, verður erfitt að standast þeim snúning sem enga forgjöf fengu. Þannig er hagrænni samkeppni þjóða einnig farið. Við sjáum það greinilega nú í kreppunni. Þær þjóðir sem búið hafa við verndun standast hinum ekki snúning. Fyrrnefndar þjóðir hafa tekið mikil erlend lán til að viðhalda óbreyttum lifnaðarháttum innanlands, því eigin hagkerfi megnuðu það ekki. Eyðslan var of mikil.Þráhyggja og sérhagsmunir Það hefur verið íslensk þráhyggja að hér gildi allt önnur lögmál en annars staðar. Langvarandi einangrun í bland við innlenda kúgun leiddu af sér eymd sem var langt umfram það sem var í nágrannalöndunum. Við dagsbrún nýrra tíma afsökuðum við afkáraskap, niðurníðslu og afturför með því að segja aðstæður hér sérstakar, einstakar og ósamanburðarhæfar við önnur lönd, auk þess sem Danir fengu sinn skerf. Við erum enn við svipað heygarðshorn. Þorum ekki að taka á því sem breyta þarf, t.d. landbúnaði. Við viljum undanþágu fyrir landbúnað, svo stór hluti bænda megi enn um sinn hírast undir fátæktarmörkum. Einangrun í ræktun og framleiðslu leiðir af sér stöðnun og afturför. Afkoma íslenskra smábænda verður trauðla bætt nema með aðlögunaraðstoð utan frá. Við þurfum að færa landbúnaðinn til þess horfs að bændastéttin geti lifað mannsæmandi lífi. Nú gera það bara stórbændur. Sennilega skýrist heiftúðug andstaða stórbændaforystu bændasamtakanna gegn aðildarumsókn á því, að þeir óttast, að afkoma smábænda muni batna verulega við inngöngu í ESB, en þeirra eigin standa í stað. En auðvitað vita þeir ekkert um niðurstöðuna. Það er beinlínis fáránlegt að hanga á víðtækum varanlegum undanþágum fyrir landbúnaðinn til að halda lífi í tekjulægsta framleiðslukerfi á Vesturlöndum. Semjum heldur um aðlögun að skynsamara og framtíðarvænna landbúnaðarkerfi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar