Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun