Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar