Karlalið ÍR í körfubolta hefur ekki fyllt í skarð Isaac Miles sem lék með liðinu fram að jólum en er genginn í raðir Fjölnis. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Karfan.is.
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, staðfesti í samtali við Körfuna að ekki hefði verið fyllt í skarð Miles. ÍR-ingar eru þó á höttunum eftir öðrum Kana en fyrir hjá félaginu eru Eric James Palm auk Nemanja Sovic.
Miles verður með Fjölni í kvöld þegar liðið sækir Stjörnuna heim. Fjölnir verður þriðja liðið sem Miles leikur með á einu ári. Hann lék með Tindastóli í byrjun þessa tímabils, ÍR í fimm leikjum fyrir áramót og nú njóta Grafarvogsbúar krafta hans.
Miles kominn í þriðja íslenska liðið á tímabilinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
