Prinsipplaust samfélag Inga Sigrún Atladóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun