Sérstakur saksóknari Gestur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ætli fjölmiðlaráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, banni honum að fjalla efnislega um gagnrýni sem sett er fram á störf embættis hans? Getur verið að ráðgjöfin sé sú að sérstökum saksóknara sé rétt að bregðast við málefnalegri gagnrýni á störf embættisins með því að sá fræjum tortryggni um þá einstaklinga sem leyfa sér að gagnrýna? Á mánudag tilkynntu undirritaðir lögmenn dómsformanni í Al Thani-málinu að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Ástæðum ákvörðunarinnar var lýst og hún rökstudd í ítarlegum bréfum til héraðsdómarans. Meðal þess sem þar kom fram var að embætti sérstaks saksóknara hefði ekki virt trúnaðarsamband verjanda og sakbornings, sem m.a. er varið af Mannréttindasáttmála Evrópu, með því að hlera og vista samtöl verjanda og sakbornings í málinu. Sagt var frá því að embættið hefði gefið alþjóðalögreglunni Interpol rangar upplýsingar um sakborning í málinu í því skyni að eftir honum yrði lýst sem alþjóðlegum glæpamanni. Frá því var greint að sérstakur saksóknari berðist af hörku gegn því að verjendur fengju almennt að kynna sér niðurstöður rannsóknaraðgerða í málinu en teldi rétt að verjendur sætti sig við að hann handvelji þau gögn út úr rannsókninni sem hann sjálfur telur að eigi erindi inn í málið. Fram kom að í þinghaldi 7. mars sl. hefði saksóknari, í framhaldi af áskorun frá verjendum, lagt fram ný gögn sem sýna að sá maður sem talinn er hafa verið í sýndarviðskiptum við Kaupþing hefði fallist á að greiða slitastjórn Kaupþings jafnvirði margra milljarða króna til þess að losna undan skuldbindingu sinni í „sýndarviðskiptunum“. Þegar verjendur töldu sig þurfa frest í 6-8 vikur til þess að bregðast við þessari nýju stöðu hefði saksóknari mótmælt því að frestur yrði veittur. Fleiri atriði eru tilgreind í bréfi okkar til dómarans sem við hvetjum fréttamenn og lesendur til að kynna sér.Sameiginleg skylda Viðbrögð sérstaks saksóknara eru öll á einn veg. Hann lætur hjá líða að fjalla um gagnrýnina eða svara henni efnislega. Hann kýs að fullyrða að ástæður ákvörðunar okkar séu aðrar en við höfum tilgreint. Hann ræðst að persónu okkar með því að halda því fram að við segjum ósatt um ástæður ákvörðunarinnar. Okkur gangi það eitt til að tefja málið. Í forsíðuviðtali Fréttablaðsins við Ólaf Þór Hauksson er haft eftir honum af þessu tilefni að nauðsynlegt kunni að vera að breyta lögum til þess að koma í veg fyrir að verjendur geti sagt sig frá starfi sínu með þeim hætti sem við höfum gert. Kannski hefur saksóknarinn ekki hugað að efni 2. mgr. 68. gr. stjórnarskrár og 4. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem reistar eru skorður við því að menn séu þvingaðir til starfa, þegar hann lét þessa ábendingu frá sér. Samkvæmt lögum hefur maður sem fer með vald saksóknara hlutlægnisskyldu. Honum ber að virða réttindi sakborninga, vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Hlutverk saksóknara er ekki að standa í áróðursstríði við verjendur eða sakaða menn. Miklu nær væri að embættið tæki málefnalega gagnrýni alvarlega og tæki höndum saman við verjendur um að tryggja að leikreglur réttarríkisins verði virtar. Í því efni hafa ákærendur, verjendur og dómarar sameiginlega skyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ætli fjölmiðlaráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, banni honum að fjalla efnislega um gagnrýni sem sett er fram á störf embættis hans? Getur verið að ráðgjöfin sé sú að sérstökum saksóknara sé rétt að bregðast við málefnalegri gagnrýni á störf embættisins með því að sá fræjum tortryggni um þá einstaklinga sem leyfa sér að gagnrýna? Á mánudag tilkynntu undirritaðir lögmenn dómsformanni í Al Thani-málinu að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Ástæðum ákvörðunarinnar var lýst og hún rökstudd í ítarlegum bréfum til héraðsdómarans. Meðal þess sem þar kom fram var að embætti sérstaks saksóknara hefði ekki virt trúnaðarsamband verjanda og sakbornings, sem m.a. er varið af Mannréttindasáttmála Evrópu, með því að hlera og vista samtöl verjanda og sakbornings í málinu. Sagt var frá því að embættið hefði gefið alþjóðalögreglunni Interpol rangar upplýsingar um sakborning í málinu í því skyni að eftir honum yrði lýst sem alþjóðlegum glæpamanni. Frá því var greint að sérstakur saksóknari berðist af hörku gegn því að verjendur fengju almennt að kynna sér niðurstöður rannsóknaraðgerða í málinu en teldi rétt að verjendur sætti sig við að hann handvelji þau gögn út úr rannsókninni sem hann sjálfur telur að eigi erindi inn í málið. Fram kom að í þinghaldi 7. mars sl. hefði saksóknari, í framhaldi af áskorun frá verjendum, lagt fram ný gögn sem sýna að sá maður sem talinn er hafa verið í sýndarviðskiptum við Kaupþing hefði fallist á að greiða slitastjórn Kaupþings jafnvirði margra milljarða króna til þess að losna undan skuldbindingu sinni í „sýndarviðskiptunum“. Þegar verjendur töldu sig þurfa frest í 6-8 vikur til þess að bregðast við þessari nýju stöðu hefði saksóknari mótmælt því að frestur yrði veittur. Fleiri atriði eru tilgreind í bréfi okkar til dómarans sem við hvetjum fréttamenn og lesendur til að kynna sér.Sameiginleg skylda Viðbrögð sérstaks saksóknara eru öll á einn veg. Hann lætur hjá líða að fjalla um gagnrýnina eða svara henni efnislega. Hann kýs að fullyrða að ástæður ákvörðunar okkar séu aðrar en við höfum tilgreint. Hann ræðst að persónu okkar með því að halda því fram að við segjum ósatt um ástæður ákvörðunarinnar. Okkur gangi það eitt til að tefja málið. Í forsíðuviðtali Fréttablaðsins við Ólaf Þór Hauksson er haft eftir honum af þessu tilefni að nauðsynlegt kunni að vera að breyta lögum til þess að koma í veg fyrir að verjendur geti sagt sig frá starfi sínu með þeim hætti sem við höfum gert. Kannski hefur saksóknarinn ekki hugað að efni 2. mgr. 68. gr. stjórnarskrár og 4. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem reistar eru skorður við því að menn séu þvingaðir til starfa, þegar hann lét þessa ábendingu frá sér. Samkvæmt lögum hefur maður sem fer með vald saksóknara hlutlægnisskyldu. Honum ber að virða réttindi sakborninga, vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Hlutverk saksóknara er ekki að standa í áróðursstríði við verjendur eða sakaða menn. Miklu nær væri að embættið tæki málefnalega gagnrýni alvarlega og tæki höndum saman við verjendur um að tryggja að leikreglur réttarríkisins verði virtar. Í því efni hafa ákærendur, verjendur og dómarar sameiginlega skyldu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar