DUST 514 lendir 22. janúar - opin prufukeyrsla hefst 17. janúar 2013 13:04 Nú styttist í að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opni fyrir spilun á nýjustu afurð sinni, fjölspilunarleiknum DUST 514. Sem kunnugt er verður leikurinn aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það gjaldfrjálst. Svokölluð Beta-útgáfa af DUST 514 fer í loftið þann 22. janúar næstkomandi. Síðustu ár hefur CCP unnið að þróun tölvuleiksins en hann markar að mörgu leyti tímamót í leikjasögunni. Síðustu mánuði hefur leikurinn verið í lokaðri spilun, nú er komið að því að hefja opna prufukeyrslu. Á dögunum var DUST 514, sem er fyrstu persónu skotleikur, tengdur við fjölspilunarleik CCP, EVE Online, en leikirnir tveir eiga sér stað í hinum eina og sama söguheimi. Þannig munu eigendur PlayStation 3 leikjatölvunnar og spilarar á PC eða Mac tölvum nú geta haft samskipti í fyrsta sinn. „Opin prufukeyrsla DUST 514 markar annað skref í átt að langtímamarkmiðum okkar er varða DUST 514 og EVE Online," segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. „En þetta er aðeins byrjunin. Rétt eins og við höfum gert með EVE Online þá munum við á næstu vikum og árum halda áfram að bæta og víkka við reynslu spilara af DUST 514."Hér fyrir ofan má sjá brot úr DUST 514. Í myndbandinu fyrir neðan má síðan sjá stutt kynningarmyndband sem leikjavefsíðan vinsæla IGN tók saman um tölvuleikinn. Leikjavísir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Nú styttist í að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opni fyrir spilun á nýjustu afurð sinni, fjölspilunarleiknum DUST 514. Sem kunnugt er verður leikurinn aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það gjaldfrjálst. Svokölluð Beta-útgáfa af DUST 514 fer í loftið þann 22. janúar næstkomandi. Síðustu ár hefur CCP unnið að þróun tölvuleiksins en hann markar að mörgu leyti tímamót í leikjasögunni. Síðustu mánuði hefur leikurinn verið í lokaðri spilun, nú er komið að því að hefja opna prufukeyrslu. Á dögunum var DUST 514, sem er fyrstu persónu skotleikur, tengdur við fjölspilunarleik CCP, EVE Online, en leikirnir tveir eiga sér stað í hinum eina og sama söguheimi. Þannig munu eigendur PlayStation 3 leikjatölvunnar og spilarar á PC eða Mac tölvum nú geta haft samskipti í fyrsta sinn. „Opin prufukeyrsla DUST 514 markar annað skref í átt að langtímamarkmiðum okkar er varða DUST 514 og EVE Online," segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. „En þetta er aðeins byrjunin. Rétt eins og við höfum gert með EVE Online þá munum við á næstu vikum og árum halda áfram að bæta og víkka við reynslu spilara af DUST 514."Hér fyrir ofan má sjá brot úr DUST 514. Í myndbandinu fyrir neðan má síðan sjá stutt kynningarmyndband sem leikjavefsíðan vinsæla IGN tók saman um tölvuleikinn.
Leikjavísir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira