Stefán Máni sakaður um ritstuld Elimar Hauksson skrifar 26. desember 2013 16:15 Stefán Máni kannaðist í fyrstu ekkert við bloggfærsluna en mundi eftir að hafa lesið hana þegar blaðamaður kynnti efni hennar fyrir honum. Þrjár blaðsíður úr nýjustu skáldsögu Stefáns Mána, Grimmd, þykja ótrúlega líkar, jafnvel bein þýðing á bloggfærslu sem gengið hefur um netheima af vefnum wordpress.com, sem fjallar um samskipti afgreiðslumanns í stórmarkaði við viðskiptavin. Haukur S. Magnússon, ritstjóri Reykjavík Grapevine, bendir á þetta í færslu á Facebook síðu sinni auk þess sem hann birtir myndir af þremur blaðsíðum úr Grimmd og þykja mönnum líkindin vera slík að það jaðri við ritstuld. Haukur tekur þó sjálfur fram að hann vilji ekki saka neinn um ritstuld en honum þyki þetta letilegt. Stefán Máni sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki þýtt neitt efni og notað í bókina Grimmd. Hann kannaðist í fyrstu ekki við bloggfærsluna af Wordpress en þegar blaðamaður hóf lestur úr færslunni fyrir hann þá kannaðist hann um leið við færsluna og sagði þetta mögulega hafa verið klaufaskap af sinni hálfu enda muni hann vel eftir þessum fjöldapósti. „Ég man eftir þessu og ég las þetta og já, þá hefur það bara verið klaufaskapur í mér því ég man alveg eftir þessum fjöldapósti," sagði Stefán Máni. Rétt er þó að taka fram að enginn höfundur er titlaður undir bloggfærslunni á Wordpress og virðist höfundur vera ókunnur. Vísir hafði samband við lögfræðing sem starfar á sviði höfundarréttar. Hann sagði það ekki alveg klippt og skorið hver staðan væri í slíkum tilvikum. Hann segir að sá sem skrifar söguna upphaflega eigi höfundarrétt á henni. Ef þetta hafi aldrei verið birt undir nafni eða enginn gefið sig fram sem höfund þá sé höfundurrétturinn tiltölulega óljós og erfitt sé við slíkt að eiga, þá sé þetta nánast eins og hver önnur flökkusaga, eða eitthvað slíkt og því verði ekki séð að brotið sé á höfundarrétti neins, nema auðvitað að höfundurinn gefi sig fram. Hér má sjá skjáskot af þeim blaðsíðum úr bókinni sem þykja sláandi líkar bloggfærslunni. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þrjár blaðsíður úr nýjustu skáldsögu Stefáns Mána, Grimmd, þykja ótrúlega líkar, jafnvel bein þýðing á bloggfærslu sem gengið hefur um netheima af vefnum wordpress.com, sem fjallar um samskipti afgreiðslumanns í stórmarkaði við viðskiptavin. Haukur S. Magnússon, ritstjóri Reykjavík Grapevine, bendir á þetta í færslu á Facebook síðu sinni auk þess sem hann birtir myndir af þremur blaðsíðum úr Grimmd og þykja mönnum líkindin vera slík að það jaðri við ritstuld. Haukur tekur þó sjálfur fram að hann vilji ekki saka neinn um ritstuld en honum þyki þetta letilegt. Stefán Máni sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki þýtt neitt efni og notað í bókina Grimmd. Hann kannaðist í fyrstu ekki við bloggfærsluna af Wordpress en þegar blaðamaður hóf lestur úr færslunni fyrir hann þá kannaðist hann um leið við færsluna og sagði þetta mögulega hafa verið klaufaskap af sinni hálfu enda muni hann vel eftir þessum fjöldapósti. „Ég man eftir þessu og ég las þetta og já, þá hefur það bara verið klaufaskapur í mér því ég man alveg eftir þessum fjöldapósti," sagði Stefán Máni. Rétt er þó að taka fram að enginn höfundur er titlaður undir bloggfærslunni á Wordpress og virðist höfundur vera ókunnur. Vísir hafði samband við lögfræðing sem starfar á sviði höfundarréttar. Hann sagði það ekki alveg klippt og skorið hver staðan væri í slíkum tilvikum. Hann segir að sá sem skrifar söguna upphaflega eigi höfundarrétt á henni. Ef þetta hafi aldrei verið birt undir nafni eða enginn gefið sig fram sem höfund þá sé höfundurrétturinn tiltölulega óljós og erfitt sé við slíkt að eiga, þá sé þetta nánast eins og hver önnur flökkusaga, eða eitthvað slíkt og því verði ekki séð að brotið sé á höfundarrétti neins, nema auðvitað að höfundurinn gefi sig fram. Hér má sjá skjáskot af þeim blaðsíðum úr bókinni sem þykja sláandi líkar bloggfærslunni.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira