Viðskipti innlent

Jólaverslunin hefur tekið við sér a ný

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Íslendingar vilja gera vel við sig á jólunum, það má sjá á töflu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið setti upp á heimasíðu sinni.

Taflan sýnir hvernig verslun með tilteknar vörur hefur verið desembermánuði síðustu 10 árin. Vörurnar eru dagvara, föt, skór, húsgögn og  áfengi. 

Fram til ársins 2007 sést að umfang verslunar í flokknum dagvara var um 30 prósent meiri í desembermánuði en sem nam ársmeðaltalinu. Kaup á áfengi voru á milli 50 og 60 prósent umfram ársmeðaltalið fram til ársins 2007.

Jólamánuðurinn 2008 var talsvert öðruvísi en árin þar á undan. Hrunið var nýskollið á og mikil óvissa var hjá þjóðinni hvað framundan væri. Verslun með þessar vörur sem er að finna í töflunni var þó meiri í desember árið 2008 en á árinu öllu.

Árið 2012 voru fjögur ár liðin frá hruninu og greinilegt er á töflunni verslun í desember var komin á svipaðar slóðir og fyrir hrun. Áfengiskaup eru þó enn tölvuvert minni.

Hvað áfengiskaup varðar má sjá að dregið hefur úr verslun með áfengi í jólamánuðinum alveg frá 2005 og er það eflaust mörgum gleðiefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×