Gistu saman í kofum án klósetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:00 Þorgerður Anna hefur vakið athygli fyrir að geta skorað mörk með vinstri þegar þess þarf. Fréttablaðið/Stefán „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“
Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira