Gistu saman í kofum án klósetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:00 Þorgerður Anna hefur vakið athygli fyrir að geta skorað mörk með vinstri þegar þess þarf. Fréttablaðið/Stefán „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“ Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Sjá meira