Fátækt er viðhaldið af góðu fólki 19. janúar 2013 06:00 Kynferðisbrotamálið sem nú skekur þjóðfélagið stafnanna á milli afhjúpar fremur óþægilega samfélagsþætti sem varða tilhneigingu okkar til að þegja þunnu hljóði yfir því sem jafnvel þúsundir vita. Valið sem við stöndum frammi fyrir núna er það hvort við ætlum að lifa í ljósi þessarar vitneskju eða í skugga hennar. Þökk sé því sterka og hugrakka fólki sem gengið hefur fram og greint frá misþyrmingum sem það varð fyrir af hálfu gerandans og talað um þöggunina og skömmina. Það hefur valið fyrri kostinn fyrir okkur öll. Það sem gerir þjóðarsamtalið óvenjulegt í þessu sársaukafulla máli þar sem sökin er líka þung, er viðurkenningin á hinni deildu ábyrgð. Um leið og kastljósi er varpað á sök gerandans og hugsanlega fleiri aðila sem beittu þöggun, er ekki dregin undan ábyrgðin sem við öll deilum sem samfélag á þeirri staðreynd að þetta skyldi geta viðgengist með þeim hætti sem raun er á. Þannig er sagan skoðuð en jafnframt horft til framtíðar með ábyrgð í huga. Hvernig má koma í veg fyrir að börn lifi jafnvel árum saman við lífshættulegt og eyðileggjandi ranglæti sem þúsundir vita af en fæstir bregðast við? Það er spurningin sem við erum knúin til að svara.Í þunnu þagnargildi Annar samfélagsþáttur – fátæktin – lýtur svipuðum lögmálum og liggur í þunnu þagnargildi þótt um hann birtist greinar og viðtöl í fjölmiðlum. Langvarandi fátækt, ekki síst á uppvaxtarárum, rænir fólk innan frá og skilur það eftir tómt og bjargarlaust. Vandinn við fátæktina er að þar er oftast enginn augljós gerandi heldur bara fórnarlömb og við höfum hingað til ekki haft augu til að sjá hina deildu ábyrgð heldur gripið til undanbragða, bent á ábyrgð þolandans eða litið til stofnana og kerfa sem ættu að annast þennan málaflokk. En það er með hina langvarandi og eyðileggjandi fátækt líkt og kynferðisglæpi að það næst ekki árangur með því einu að horfa til sakar eða refsiábyrgðar heldur verður jafnframt að viðurkenna hina deildu ábyrgð okkar allra. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi ber ekki ábyrgð á því sem gerist en er kemur að málefnum fátæktarinnar er ábyrgðarþátturinn miklu flóknari. Ábyrgðin á fátækt varðar samfélagið allt að meðtöldum jafnvel þeim sem líða ranglætið, þótt ábyrgð annarra á ástandinu sé ríkari. Og sökum þess hve tamt okkur er að horfa til sakar og refsiábyrgðar komum við ekki auga á þau félagslegu ferli sem móta og viðhalda fátækt á meðal okkar. Þeir samfélagsþættir sem gera langvarandi og eyðileggjandi fátækt að veruleika í lífi sumra meðbræðra okkar eru ekki mótaðir af neinum illvilja. Fátækt er viðhaldið af góðu og velmeinandi fólki. Í nýlegri skýrslu um farsæld og fátækt sem við undirrituð sömdum í samvinnu við hóp sérfræðinga og út kom á vegum Hjálparstarfs Kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík er lögð áhersla á að viðurkenna hinn flókna og margræða vanda sem fátækt á Íslandi er og kannast um leið við þá staðreynd að fátækt er hluti af menningu okkar og mun ekki leysast nema við breytum menningunni.Mannréttindi - Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna almenn mannréttindi og samþykkja útreiknuð grunnframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á lífi. -Í öðru lagi verðum við að finna leiðir til að búast við kröftum og þátttöku allra óháð framleiðni. Þarna reynir á samspil félaga, fyrirtækja, opinberra aðila og alls almennings, líka fátækra. Allir hafa eitthvað fram að færa. - Í þriðja lagi megum við til að lækka flækjustigið í velferðarkerfinu og láta þau kerfi sem eru fyrir hendi vinna saman án víxlverkana. Um það eru ýmsar tillögur í skýrslu okkar. Lífið er of stutt til þess að lifa því í þoku. Loks þarf að aftengja þær fátæktargildrur sem við blasa og bent er á í skýrslu okkar. Einkum þær sem lúta að heilsu barna, aðstæðum ungmenna í fátækum fjölskyldum og nýbúa í landinu. Gildrur eru fyrir mýs. Getur verið að sá þáttur menningarinnar sem þarf að breytast sé fólginn í breytingu á viðhorfi okkar til fólks? Gæti hugsast að við þyrftum að temja okkur að líta á persónur frá sjónarhóli þeirra gæða sem þær bera fremur en í ljósi þess sem þær kann að skorta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Kynferðisbrotamálið sem nú skekur þjóðfélagið stafnanna á milli afhjúpar fremur óþægilega samfélagsþætti sem varða tilhneigingu okkar til að þegja þunnu hljóði yfir því sem jafnvel þúsundir vita. Valið sem við stöndum frammi fyrir núna er það hvort við ætlum að lifa í ljósi þessarar vitneskju eða í skugga hennar. Þökk sé því sterka og hugrakka fólki sem gengið hefur fram og greint frá misþyrmingum sem það varð fyrir af hálfu gerandans og talað um þöggunina og skömmina. Það hefur valið fyrri kostinn fyrir okkur öll. Það sem gerir þjóðarsamtalið óvenjulegt í þessu sársaukafulla máli þar sem sökin er líka þung, er viðurkenningin á hinni deildu ábyrgð. Um leið og kastljósi er varpað á sök gerandans og hugsanlega fleiri aðila sem beittu þöggun, er ekki dregin undan ábyrgðin sem við öll deilum sem samfélag á þeirri staðreynd að þetta skyldi geta viðgengist með þeim hætti sem raun er á. Þannig er sagan skoðuð en jafnframt horft til framtíðar með ábyrgð í huga. Hvernig má koma í veg fyrir að börn lifi jafnvel árum saman við lífshættulegt og eyðileggjandi ranglæti sem þúsundir vita af en fæstir bregðast við? Það er spurningin sem við erum knúin til að svara.Í þunnu þagnargildi Annar samfélagsþáttur – fátæktin – lýtur svipuðum lögmálum og liggur í þunnu þagnargildi þótt um hann birtist greinar og viðtöl í fjölmiðlum. Langvarandi fátækt, ekki síst á uppvaxtarárum, rænir fólk innan frá og skilur það eftir tómt og bjargarlaust. Vandinn við fátæktina er að þar er oftast enginn augljós gerandi heldur bara fórnarlömb og við höfum hingað til ekki haft augu til að sjá hina deildu ábyrgð heldur gripið til undanbragða, bent á ábyrgð þolandans eða litið til stofnana og kerfa sem ættu að annast þennan málaflokk. En það er með hina langvarandi og eyðileggjandi fátækt líkt og kynferðisglæpi að það næst ekki árangur með því einu að horfa til sakar eða refsiábyrgðar heldur verður jafnframt að viðurkenna hina deildu ábyrgð okkar allra. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi ber ekki ábyrgð á því sem gerist en er kemur að málefnum fátæktarinnar er ábyrgðarþátturinn miklu flóknari. Ábyrgðin á fátækt varðar samfélagið allt að meðtöldum jafnvel þeim sem líða ranglætið, þótt ábyrgð annarra á ástandinu sé ríkari. Og sökum þess hve tamt okkur er að horfa til sakar og refsiábyrgðar komum við ekki auga á þau félagslegu ferli sem móta og viðhalda fátækt á meðal okkar. Þeir samfélagsþættir sem gera langvarandi og eyðileggjandi fátækt að veruleika í lífi sumra meðbræðra okkar eru ekki mótaðir af neinum illvilja. Fátækt er viðhaldið af góðu og velmeinandi fólki. Í nýlegri skýrslu um farsæld og fátækt sem við undirrituð sömdum í samvinnu við hóp sérfræðinga og út kom á vegum Hjálparstarfs Kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík er lögð áhersla á að viðurkenna hinn flókna og margræða vanda sem fátækt á Íslandi er og kannast um leið við þá staðreynd að fátækt er hluti af menningu okkar og mun ekki leysast nema við breytum menningunni.Mannréttindi - Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna almenn mannréttindi og samþykkja útreiknuð grunnframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á lífi. -Í öðru lagi verðum við að finna leiðir til að búast við kröftum og þátttöku allra óháð framleiðni. Þarna reynir á samspil félaga, fyrirtækja, opinberra aðila og alls almennings, líka fátækra. Allir hafa eitthvað fram að færa. - Í þriðja lagi megum við til að lækka flækjustigið í velferðarkerfinu og láta þau kerfi sem eru fyrir hendi vinna saman án víxlverkana. Um það eru ýmsar tillögur í skýrslu okkar. Lífið er of stutt til þess að lifa því í þoku. Loks þarf að aftengja þær fátæktargildrur sem við blasa og bent er á í skýrslu okkar. Einkum þær sem lúta að heilsu barna, aðstæðum ungmenna í fátækum fjölskyldum og nýbúa í landinu. Gildrur eru fyrir mýs. Getur verið að sá þáttur menningarinnar sem þarf að breytast sé fólginn í breytingu á viðhorfi okkar til fólks? Gæti hugsast að við þyrftum að temja okkur að líta á persónur frá sjónarhóli þeirra gæða sem þær bera fremur en í ljósi þess sem þær kann að skorta?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun