Afskrifa hundruð milljóna króna Freyr Bjarnason skrifar 28. desember 2013 07:00 Gunnlaugur Kristjánsson og Regína Ásvaldsdóttir við undirritun samningsins í gær. Fréttablaðið/GVA Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira