Afskrifa hundruð milljóna króna Freyr Bjarnason skrifar 28. desember 2013 07:00 Gunnlaugur Kristjánsson og Regína Ásvaldsdóttir við undirritun samningsins í gær. Fréttablaðið/GVA Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir
Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira