Arnór: Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:30 Arnór Atlason Mynd/AFP „Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira