Viðskipti innlent

Markiðið að losna við eignirnar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær. Fréttablaðið/GVA
„Markmið okkar er að losa okkur við þessar eignir,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri um eignir ESÍ, eignasafns Seðlabanka Íslands.

ESÍ var stofnað í ársbyrjun 2010 til að sýsla með kröfur og eignarhluti bankans í tengslum við bankahrunið. Meðal eigna er hlutur í danska bankanum FIH.

Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, sem spurði út í málið á kynningarfundi stýrivaxta í gær, benti á að ráðstöfun eignasafnsins hafi undanfarin ár verið verulegur óvissuþáttur á skuldabréfamarkaði.

Már sagði liggja í hlutarins eðli að óvissu yrði ekki aflétt fyrr en með einhverri ákvörðun Seðlabankans. Að því væri ekki komið.

„Almennt séð er hins vegar markmið okkar varðandi Eignasafn Seðlabankans að losa okkur við þessar eignir. En við munum auðvitað gera það á hraða sem samrýmist því að við fáum sem mest og best verð fyrir þær,“ sagði Már.

Eignir ríkisins og almennings yrðu ekki seldar á einhverri brunaútsölu. Nú hafi hins vegar nokkur tími liðið og þar með gefist aukinn tími til undirbúning og aðstæður nú um margt hagfelldari sölu eignanna en áður.

„En meira get ég ekki sagt. Þetta bara kemur í ljós þegar það kemur í ljós og það kemur ekki í ljós fyrr.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×