Viðskipti innlent

Wathne-systur bjóða hlut í Laxnesi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Selja á tæplega sjötíu prósent hlut í jörðinn Laxnesi í Mosfellsdal.
Selja á tæplega sjötíu prósent hlut í jörðinn Laxnesi í Mosfellsdal. .Fréttablaðið/Garðar
Eigendur 69 prósent hlutar í jörðinni Laxnesi í Mosfellsdal vilja selja Mosfellsbæ hlutinn áður en hann verður „boðinn opinberlega til sölu“ ef „viðunandi tilboð fæst,“ eins og segir í bréfi til bæjarins.

Mosfellsbær á þegar 25 prósent hlut í jörðinni. Ragnheiður Hanson Jónasdóttir á 44 prósent hlut og Wathne-systur samtals 25 prósent hlut. Afganginn, tæp 6 prósent, á hestaþjónustubóndinn Þórarinn Jónsson sem býr á húsi sínu í Laxnesi. Hlutur Þórarins er ekki til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×