Apple kaupir Topsy Labs Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Hér má sjá meðal annars sjá flýtihneppingu í Twitter-appið á skjá iPhone-farsíma frá Apple. Fréttablaðið/AP Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter. Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter.
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira