Viðskipti innlent

Erum í öðru sæti á eftir Tyrklandi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hér á landi er nýkominn út 10.000 króna seðlill. Í Simbabve kom út árið 2008 seðill upp á 100 milljarða dala.
Hér á landi er nýkominn út 10.000 króna seðlill. Í Simbabve kom út árið 2008 seðill upp á 100 milljarða dala. Nordicphotos/AFP
Verðbólga hér á landi er enn sú næstmesta í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) samkvæmt samanburði í október.

Mest mælist verðbólgan þá í Tyrklandi 7,7 prósent, en 3,6 prósent á Íslandi. Í þriðja sæti er svo Mexíkó með 3,4 prósenta verðbólgu. Minnst er verðbólga í mánuðinum í Grikklandi, en þar sýndi mælingin tveggja prósenta verðhjöðnun. Þá er smávægileg verðhjöðnun eða stöðugleiki í Portúgal, á Spáni, Í Svíþjóð og í Sviss.

Í tilkynningu OECD í gær kemur fram að hægt hafi á verðhækkunum í löndum stofnunarinnar fjórða mánuðinn í röð. Meðaltalsársverðbólga í löndum OECD hafi þannig farið í 1,3 prósent í október, en hún náði hámarki í júlí síðastliðnum í 2,0 prósentum.

Aukinn slaki í verðbólguþróun er sagður skýrast af minni verðbólgu í orku- og matvælaverði.

Í evrulöndunum fór ársverðbólga í 0,7 prósent í október, en var 1,1 prósent í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×