Viðskipti innlent

Sagafilm til Svíþjóðar

Kjartan Þór Þórðarson.
Kjartan Þór Þórðarson.
Framleiðslufyrirtækið Sagafilm mun opna skrifstofu í Stokkhólmi í Svíþjóð á næsta ári. Kjartan Þór Þórðarson, núverandi forstjóri Sagafilm mun stýra uppbyggingu fyrirtækisins erlendis og hættir sem forstjóri hér á landi frá og með 1. Janúar 2014.

Ragnar Agnarsson, sem hefur starfað sem stjórnarformaður Sagafilm undanfarin sjö ár, tekur við starfi Kjartans sem nýr forstjóri Sagafilm á Íslandi. Guðný Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem fjármálastjóri Sagafilm undanfarin sex ár, verður nýr framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi. Guðný starfaði áður sem forstöðumaður á fjármálasviði Vodafone.  Kjartan Þór mun taka við stjórnarformanns hlutverkinu af Ragnari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×