Viðskipti innlent

Útboðslýsing birt í Noregi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Olíuborpallur
Olíuborpallur Nordicphotos/AFP
Atlantic Petroleum hefur birt útboðslýsingu í Noregi. Félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina í Ósló og um leið að afskráningu í Kauphöllinni hér.

Fram kemur að stjórn félagsins hafi ákveðið að bjóða til sölu 1.575.000 nýja hluti í félaginu. Fyrirhugað er að selja hlutabréf fyrir sem nemur 150 til 200 milljóna danskra króna, eða sem svarar 3,3 til 4,4 milljörðum íslenskra króna.

Útgefið verð á hlut, sem ekki er bindandi, en er gefið út fyrir útboðið hljóðar upp á 140 til 160 norskar krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×