Plain Vanilla í viðræðum við fjárfesta í San Francisco Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Ekkert lát er á áhuga erlendra fjárfesta á íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var fyrir helgi kallaður út til San Francisco þar sem hann hefur átt fundi með fjárfestum af stærri gerðinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Þorsteinn Baldur. „Bandaríkin virðast hafa tekið mjög vel við sér og Quizup virðist vera á allra vörum núna.“ Þessi áhugi vaknaði eftir að Plain Vanilla gaf út spurningaleikinn QuizUp, en á aðeins hálfum mánuði hafa meira en þrjár milljónir manna sótt sér þennan spurningaleik í farsíma sína og spjaldtölvur. „Áhugi fólks á að vinna með okkur hefur aukist mjög mikið, eiginlega á öllum sviðum. Það er æðislegt,“ segir Þorsteinn Baldur. Enn er þó ekkert í hendi og Þorsteinn vill ekki upplýsa meira meðan viðræður eru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital og kínverski fjárfestingasjóðurinn Tencent á meðal þeirra, sem hafa sýnt áhuga á að leggja Plain Vanilla til fjármagn svo það geti vaxið hratt og koma inn í rekstur þess. Þá hefur Fréttablaðið heyrt af því að þessi skyndilegi áhugi fjárfesta erlendis hafi vakið athygli meðal íslenskra fjárfesta, og þeir leiti nú fyrir sér að hugsanlegum tækifærum meðal frumkvöðlafyrirtækja hérlendis, sem hafa verið að sinna þörfum farsímanotenda. Þorsteinn Baldur mun hafa notað ferðina til að ráðgast við íslenska frumkvöðla í Sílikondal. Á meðal þeirra eru Davíð Helgason forstjóri Unity Technologies, sem er á meðal hluthafanna í Plain Vanilla, og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson sem nýverið seldi íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara til hugbúnaðarrisans Jive fyrir meira en milljarð króna. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ekkert lát er á áhuga erlendra fjárfesta á íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var fyrir helgi kallaður út til San Francisco þar sem hann hefur átt fundi með fjárfestum af stærri gerðinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Þorsteinn Baldur. „Bandaríkin virðast hafa tekið mjög vel við sér og Quizup virðist vera á allra vörum núna.“ Þessi áhugi vaknaði eftir að Plain Vanilla gaf út spurningaleikinn QuizUp, en á aðeins hálfum mánuði hafa meira en þrjár milljónir manna sótt sér þennan spurningaleik í farsíma sína og spjaldtölvur. „Áhugi fólks á að vinna með okkur hefur aukist mjög mikið, eiginlega á öllum sviðum. Það er æðislegt,“ segir Þorsteinn Baldur. Enn er þó ekkert í hendi og Þorsteinn vill ekki upplýsa meira meðan viðræður eru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital og kínverski fjárfestingasjóðurinn Tencent á meðal þeirra, sem hafa sýnt áhuga á að leggja Plain Vanilla til fjármagn svo það geti vaxið hratt og koma inn í rekstur þess. Þá hefur Fréttablaðið heyrt af því að þessi skyndilegi áhugi fjárfesta erlendis hafi vakið athygli meðal íslenskra fjárfesta, og þeir leiti nú fyrir sér að hugsanlegum tækifærum meðal frumkvöðlafyrirtækja hérlendis, sem hafa verið að sinna þörfum farsímanotenda. Þorsteinn Baldur mun hafa notað ferðina til að ráðgast við íslenska frumkvöðla í Sílikondal. Á meðal þeirra eru Davíð Helgason forstjóri Unity Technologies, sem er á meðal hluthafanna í Plain Vanilla, og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson sem nýverið seldi íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara til hugbúnaðarrisans Jive fyrir meira en milljarð króna.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira