Tvísaga um sölu kjúklingakjöts Haraldur Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Dæmi eru um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosna kjúklinga frá Evrópu og selji sem íslenska vöru. Í þeim tilvikum er kjötið oftast nýtt í tilbúin elduð matvæli, svo sem kjúklingaborgara og bollur, og ekki sérstaklega tilgreint á umbúðum að um erlent kjöt sé að ræða. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum. Neytendasamtökin sögðu í frétt á heimasíðu sinni í fyrradag að fyrirtækin Matfugl, Reykjagarður og Ísfugl hafni alfarið fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um að kjúklingaframleiðendur selji innflutta frosna kjúklinga sem ferska íslenska vöru. Í svari Matfugls í fréttinni segir að fyrirtækið hafi „aldrei flutt inn erlendan kjúkling sem pakkað er í neytendapakkningar og selt sem íslenskan kjúkling“ og í svari Ísfugls segir að fyrirtækið selji „aðeins úrvals íslenskt hráefni“. Sú fullyrðing Ísfugls gengur í berhögg við það sem Jón M. Jónsson, einn eigenda fyirtækisins sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis 12. nóvember síðastliðinn. Þá var hann spurður hvort innflutt kjúklingakjöt frá Evrópu sé þítt, verkað og pakkað sem íslenskt. „Ég veit að þetta hefur verið tíðkað af öllum fyrirtækjunum í bransanum. Við erum ekki saklausir í því en við erum nýir eigendur að Ísfugli og við höfum tekið ákvörðun um að gera þetta ekki, en ég get ekki svarað fyrir aðra framleiðendur,“ sagði Jón. „Ef kjúklingakjöt er selt með þessum hætti þá er verið að villa um fyrir neytendum. Þeir upplifa þetta sem íslenskt kjöt af því þetta er í umbúðum frá viðkomandi kjúklingabúum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Ásmundur Friðriksson segist hafa fundað með kjúklingaframleiðendum í kjölfar ummæla sinna. „Eftir þá fundi stend ég við allt það sem ég hef sagt að hlutirnir mættu vera í betra lagi. Að öðru leyti vísa ég til þess að allir kjúklingaframleiðendur á Íslandi hafa nú tekið upp nýjar vörumerkingar til að merkja það sem er innlent,“ segir Ásmundur. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Dæmi eru um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosna kjúklinga frá Evrópu og selji sem íslenska vöru. Í þeim tilvikum er kjötið oftast nýtt í tilbúin elduð matvæli, svo sem kjúklingaborgara og bollur, og ekki sérstaklega tilgreint á umbúðum að um erlent kjöt sé að ræða. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum. Neytendasamtökin sögðu í frétt á heimasíðu sinni í fyrradag að fyrirtækin Matfugl, Reykjagarður og Ísfugl hafni alfarið fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um að kjúklingaframleiðendur selji innflutta frosna kjúklinga sem ferska íslenska vöru. Í svari Matfugls í fréttinni segir að fyrirtækið hafi „aldrei flutt inn erlendan kjúkling sem pakkað er í neytendapakkningar og selt sem íslenskan kjúkling“ og í svari Ísfugls segir að fyrirtækið selji „aðeins úrvals íslenskt hráefni“. Sú fullyrðing Ísfugls gengur í berhögg við það sem Jón M. Jónsson, einn eigenda fyirtækisins sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis 12. nóvember síðastliðinn. Þá var hann spurður hvort innflutt kjúklingakjöt frá Evrópu sé þítt, verkað og pakkað sem íslenskt. „Ég veit að þetta hefur verið tíðkað af öllum fyrirtækjunum í bransanum. Við erum ekki saklausir í því en við erum nýir eigendur að Ísfugli og við höfum tekið ákvörðun um að gera þetta ekki, en ég get ekki svarað fyrir aðra framleiðendur,“ sagði Jón. „Ef kjúklingakjöt er selt með þessum hætti þá er verið að villa um fyrir neytendum. Þeir upplifa þetta sem íslenskt kjöt af því þetta er í umbúðum frá viðkomandi kjúklingabúum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Ásmundur Friðriksson segist hafa fundað með kjúklingaframleiðendum í kjölfar ummæla sinna. „Eftir þá fundi stend ég við allt það sem ég hef sagt að hlutirnir mættu vera í betra lagi. Að öðru leyti vísa ég til þess að allir kjúklingaframleiðendur á Íslandi hafa nú tekið upp nýjar vörumerkingar til að merkja það sem er innlent,“ segir Ásmundur.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira