Ef heilbrigðiskerfið hrynur og enginn er nálægt, heyrist þá hljóð? Arngrímur Vilhjálmsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Helga Lillian Guðmundsdóttir og Jóhanna Rún Rúnarsdóttir skrifa 21. nóvember 2013 06:00 Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi. Rétt rúmum tveimur vikum seinna sendir Vigdís Hauksdóttir alþingiskona fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún spyr sérstaklega um læknanema. Hún vildi fá að vita hvort ráðherra teldi að skilyrða ætti lán einstaklinga sem stunda nám erlendis þannig að komi þeir ekki heim að námi loknu til starfa á Íslandi hækki vextir á lánum þeirra í samræmi við almenna markaðsvexti. Við skiljum að skortur er á fjármunum til að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og að þeir fjármunir þurfi að koma einhvers staðar frá. Við undirrituð erum þó öll sammála um að þetta sé sennilega ekki besta leiðin til að afla þeirra fjármuna svo ekki sé talað um brot á jafnréttisreglu LÍN og mismunun íslenskra ríkisborgara. Líklega var hugmyndin á bak við fyrirspurnina að reyna að fá íslenska lækna til að vinna frekar fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en erlent og langar okkur að benda á nokkur atriði í því samhengi sem stuðla frekar að því.Jákvæð hvatning Styrkir, eða niðurfelling hluta námslána eftir útskrift, yrði jákvæð hvatning til læknanema til að koma til vinnu á Íslandi. Refsingar virka ekki í þessu tilfelli og eru líklegri til að hafa þveröfug áhrif. Grunnlaun lækna eru lág miðað við aðrar háskólastéttir eftir álíka langt nám. Það er ekki hægt að bera saman laun læknis með 60-70 tíma vinnuviku og annarrar stéttar með 40 tíma vinnuviku. Það segir sig sjálft að slíkir vinnutímar geta komið niður á störfum lækna og heilsu. Launin eru því m.a. ein af ástæðum þess að íslenskir læknar sjá ekki fyrir sér að starfa á Íslandi. Tækjabúnað þarf að uppfæra. Nýlegar bilanir í myndgreiningartækjum Landspítalans þeyta þjónustunni aftur um tugi ára og samræmast ekki nútíma bráðaheilbrigðisþjónustu. Þessar bilanir og sú staðreynd að erfitt er að fá nauðsynlega varahluti í umrædd tæki ítrekar nauðsyn nýrri tækjabúnaðar. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið fjársvelt til margra ára og afleiðingarnar í takt við það. Gamall og lúinn tækjabúnaður, sem erfitt er að lagfæra, og óánægt starfsfólk gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum. Gott heilbrigðiskerfi er nauðsynlegt þjóðfélaginu og skilar af sér heilbrigðari þjóðfélagsþegnum. Það kostar þó peninga að viðhalda heilsu skattgreiðenda og gott heilbrigðiskerfi er ekki hægt að fá á afslætti. Gott heilbrigðiskerfi laðar sjálfkrafa að sér góða lækna sem á móti efla heilbrigðiskerfið enn frekar og þannig koll af kolli. Við viljum að framtíðarsýn íslensks heilbrigðiskerfis sé björt og við trúum því að ríkisstjórnin óski þess líka. Við vonum því að ríkisstjórnin sýni vilja í verki með auknum fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins og komi til móts við kröfur lækna í komandi kjarasamningum. Með kærri kveðju og von í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi. Rétt rúmum tveimur vikum seinna sendir Vigdís Hauksdóttir alþingiskona fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún spyr sérstaklega um læknanema. Hún vildi fá að vita hvort ráðherra teldi að skilyrða ætti lán einstaklinga sem stunda nám erlendis þannig að komi þeir ekki heim að námi loknu til starfa á Íslandi hækki vextir á lánum þeirra í samræmi við almenna markaðsvexti. Við skiljum að skortur er á fjármunum til að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og að þeir fjármunir þurfi að koma einhvers staðar frá. Við undirrituð erum þó öll sammála um að þetta sé sennilega ekki besta leiðin til að afla þeirra fjármuna svo ekki sé talað um brot á jafnréttisreglu LÍN og mismunun íslenskra ríkisborgara. Líklega var hugmyndin á bak við fyrirspurnina að reyna að fá íslenska lækna til að vinna frekar fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en erlent og langar okkur að benda á nokkur atriði í því samhengi sem stuðla frekar að því.Jákvæð hvatning Styrkir, eða niðurfelling hluta námslána eftir útskrift, yrði jákvæð hvatning til læknanema til að koma til vinnu á Íslandi. Refsingar virka ekki í þessu tilfelli og eru líklegri til að hafa þveröfug áhrif. Grunnlaun lækna eru lág miðað við aðrar háskólastéttir eftir álíka langt nám. Það er ekki hægt að bera saman laun læknis með 60-70 tíma vinnuviku og annarrar stéttar með 40 tíma vinnuviku. Það segir sig sjálft að slíkir vinnutímar geta komið niður á störfum lækna og heilsu. Launin eru því m.a. ein af ástæðum þess að íslenskir læknar sjá ekki fyrir sér að starfa á Íslandi. Tækjabúnað þarf að uppfæra. Nýlegar bilanir í myndgreiningartækjum Landspítalans þeyta þjónustunni aftur um tugi ára og samræmast ekki nútíma bráðaheilbrigðisþjónustu. Þessar bilanir og sú staðreynd að erfitt er að fá nauðsynlega varahluti í umrædd tæki ítrekar nauðsyn nýrri tækjabúnaðar. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið fjársvelt til margra ára og afleiðingarnar í takt við það. Gamall og lúinn tækjabúnaður, sem erfitt er að lagfæra, og óánægt starfsfólk gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum. Gott heilbrigðiskerfi er nauðsynlegt þjóðfélaginu og skilar af sér heilbrigðari þjóðfélagsþegnum. Það kostar þó peninga að viðhalda heilsu skattgreiðenda og gott heilbrigðiskerfi er ekki hægt að fá á afslætti. Gott heilbrigðiskerfi laðar sjálfkrafa að sér góða lækna sem á móti efla heilbrigðiskerfið enn frekar og þannig koll af kolli. Við viljum að framtíðarsýn íslensks heilbrigðiskerfis sé björt og við trúum því að ríkisstjórnin óski þess líka. Við vonum því að ríkisstjórnin sýni vilja í verki með auknum fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins og komi til móts við kröfur lækna í komandi kjarasamningum. Með kærri kveðju og von í hjarta.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun