Á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress í október Þorgils Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 07:00 Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi. mynd / jupiterimages Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira