Á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress í október Þorgils Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 07:00 Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi. mynd / jupiterimages Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“ Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira