Fimmfalt fleiri póstsendingar frá Kína en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 16. nóvember 2013 00:00 Póstsendingum frá Kína hefur fjölgað gífurlega það sem af er ári. Álagið á starfsfólk Póstsins hefur því aukist verulega. FRéttablaðið/Arnþór Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“ Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira