Segir dýra skó ódýrari en ódýrir skór Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Jónína Sigurbjörnsdóttir segir Íslendinga duglega að koma með skó til viðgerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Yfirleitt er ódýrara að kaupa dýrari skó af því að það er hægt að fara með þá svo oft í viðgerð í staðinn fyrir að henda þeim og kaupa nýja,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns Þorgeirssonar í Austurveri. Jónína segir að svipað hlutfall fólks hafi sótt til skósmiða í gegn um árin. „En með ódýrari skóm má þó segja að fólk komi síður með þá. Það borgar sig ekki að gera við ódýra skó,“ bendir hún á. Alltaf séu einhverjir úr hópi þeirra sem eigi dýrari skó sem láti gera við þá. „Það er hægt að fá margfalda endingu út úr einu skópari í stað þess að kaupa nýja í hvert skipti. Fyrir utan að fólki líður betur í vandaðri skóm,“ segir Jónína. Aðspurð segir Jónína miklar framfarir í viðgerðarefnum. „Konur kvarta oft undan að það heyrist mikið í hælum. Nú er komið nýtt pólýúretan-efni og það liggur við að skórnir verði hljóðlausir,“ segir hún. „Það er líka komnar fleiri tegundir af örþunnum sólum sem fólk lætur jafnvel setja undir alveg splunkunýja skó.“ Mikilvægt er að draga ekki of lengi að koma með til viðgerðar skó sem farnir eru að gefa eftir. „Það er minni tími sem fer í betur farna skó. Í verði skiptir það auðvitað mjög miklu máli,“ segir Jónína.Skór með bilaðan rennilás fyrir viðgerð.Minnsta viðgerð hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns kostar eitt þúsund krónur. Jónína segir skósmiði á Íslandi þykja í sérflokki. Erlendis sé víða ekki lögverndun á iðninni eins og hér þar sem þriggja ára nám liggi að baki. „Erlendis þar sem ekki er skylda að læra iðnina eru viðgerðirnar einfaldlega ljótar og ekki ódýrari,“ segir Jónína hreint út.„Ekki þurfti að skipta um rennilásana á skónum heldur var nægjanlegt að setja nýja sleða upp á lásana,“ segir á vefsíðu Skóvinnustofu Sigurbjörns.Að sögn Jónínu eru flestar kynslóðir meðal viðskiptavina. Oft komi fólk með gamla skó sem detti aftur í tísku. „Það er til dæmis þó nokkuð um að ungar stúlkur komi með skó sem amma átti. Það liggur við að það sé hægt að halda lífinu endalaust í skóm sem eru vandaðir,“ segir hún. Nú þegar veturinn er farinn að rumska segir Jónína að huga þurfi betur að skóbúnaði. Til sé fjölmargar gerðir mannbrodda undir skó auk þess sem sumir fái grófari sóla á haustin. „Ef sólar eru mjög slitnir er auðvitað lítið sem ekkert grip í botninum og þeir verða sleipari. En ef það er hrein ísing er ekkert sem gagnast nema broddar og það eru til margar tegundir af þeim. Þetta er bara eins og það er betra að vera með negld dekk,“ útskýrir Jónína Sigurbjörnsdóttir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Yfirleitt er ódýrara að kaupa dýrari skó af því að það er hægt að fara með þá svo oft í viðgerð í staðinn fyrir að henda þeim og kaupa nýja,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns Þorgeirssonar í Austurveri. Jónína segir að svipað hlutfall fólks hafi sótt til skósmiða í gegn um árin. „En með ódýrari skóm má þó segja að fólk komi síður með þá. Það borgar sig ekki að gera við ódýra skó,“ bendir hún á. Alltaf séu einhverjir úr hópi þeirra sem eigi dýrari skó sem láti gera við þá. „Það er hægt að fá margfalda endingu út úr einu skópari í stað þess að kaupa nýja í hvert skipti. Fyrir utan að fólki líður betur í vandaðri skóm,“ segir Jónína. Aðspurð segir Jónína miklar framfarir í viðgerðarefnum. „Konur kvarta oft undan að það heyrist mikið í hælum. Nú er komið nýtt pólýúretan-efni og það liggur við að skórnir verði hljóðlausir,“ segir hún. „Það er líka komnar fleiri tegundir af örþunnum sólum sem fólk lætur jafnvel setja undir alveg splunkunýja skó.“ Mikilvægt er að draga ekki of lengi að koma með til viðgerðar skó sem farnir eru að gefa eftir. „Það er minni tími sem fer í betur farna skó. Í verði skiptir það auðvitað mjög miklu máli,“ segir Jónína.Skór með bilaðan rennilás fyrir viðgerð.Minnsta viðgerð hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns kostar eitt þúsund krónur. Jónína segir skósmiði á Íslandi þykja í sérflokki. Erlendis sé víða ekki lögverndun á iðninni eins og hér þar sem þriggja ára nám liggi að baki. „Erlendis þar sem ekki er skylda að læra iðnina eru viðgerðirnar einfaldlega ljótar og ekki ódýrari,“ segir Jónína hreint út.„Ekki þurfti að skipta um rennilásana á skónum heldur var nægjanlegt að setja nýja sleða upp á lásana,“ segir á vefsíðu Skóvinnustofu Sigurbjörns.Að sögn Jónínu eru flestar kynslóðir meðal viðskiptavina. Oft komi fólk með gamla skó sem detti aftur í tísku. „Það er til dæmis þó nokkuð um að ungar stúlkur komi með skó sem amma átti. Það liggur við að það sé hægt að halda lífinu endalaust í skóm sem eru vandaðir,“ segir hún. Nú þegar veturinn er farinn að rumska segir Jónína að huga þurfi betur að skóbúnaði. Til sé fjölmargar gerðir mannbrodda undir skó auk þess sem sumir fái grófari sóla á haustin. „Ef sólar eru mjög slitnir er auðvitað lítið sem ekkert grip í botninum og þeir verða sleipari. En ef það er hrein ísing er ekkert sem gagnast nema broddar og það eru til margar tegundir af þeim. Þetta er bara eins og það er betra að vera með negld dekk,“ útskýrir Jónína Sigurbjörnsdóttir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira