Segir Dróma setja kirkjunni afarkosti Brjánn Jónasson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fjölbreytt starf fer fram í Langholtskirkju og safnaðarheimilinu segir formaður sóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/Stefán „Það er hálfgerð handrukkun í gangi hérna, en við trúum á upprisuna,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju. Sóknin á nú í samningaviðræðum við Dróma vegna skulda safnaðarins, sem eru á annað hundrað milljóna króna.Guðbjörg Jóhannesdóttir„Það eru eiginlega engar samningaviðræður. Þeir hafa sett okkur afarkosti sem eru með þeim hætti að þær myndu binda söfnuðinn til næstu 30 ára svo það yrði varla nokkur starfsemi hér,“ segir Guðbjörg. Skuldir sóknarinnar eru vegna orgelkaupa og viðgerða á kirkjunni, og eru frá því um síðustu aldamót, segir Björg Dan Róbertsdóttir, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju. Hún segir óheppilegt hversu lítill gangur virðist vera á viðræðunum. „Ég trúi því að þetta muni leysast farsællega,“ segir Björg. Hún vill ekki upplýsa nákvæma upphæð skuldarinnar, en staðfestir að hún standi í yfir 100 milljónum króna í dag. Lánin sem sóknin tók voru ekki í erlendri mynt, en hafa engu að síðar hækkað verulega frá hruninu, segir Björg. Þá segir hún að ákveðinn forsendubrestur hafi orðið þar sem sóknargjöld sem renna til kirkjunnar hafa dregist saman, sem og aðrar tekjur vegna viðburða í safnaðarheimilinu.Björg Dan RóbertsdóttirSafnaðarheimilið var sett að veði fyrir lánunum, en þar sem óheimilt er að veðsetja kirkjubyggingarnar er engin hætta á að sóknin tapi kirkjunni, segir Björg. Hún segir stöðuna vissulega erfiða fyrir sóknina, en segir fjölmarga sjálfboðaliða sem komi að starfinu gera söfnuðinum kleyft að halda uppi öflugu starfi þrátt fyrir fjárhagsörðugleikana. Hún nefnir sem dæmi að mikil áhersla hafi verið lögð á að halda kórastarfi gangandi. Þá komi vikulega stór hópur eldri borgara í safnaðarheimilið. „Það er stundum talað eins og starf kirkjunnar einskorðist við eina messu á sunnudögum, en það er svo langt frá raunvöruleikanum,“ segir Björg. Samkvæmt upplýsingum frá Dróma er mál Langholtskirkju í samningaferli, en frekari upplýsingar um málið verða ekki gefnar. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Það er hálfgerð handrukkun í gangi hérna, en við trúum á upprisuna,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju. Sóknin á nú í samningaviðræðum við Dróma vegna skulda safnaðarins, sem eru á annað hundrað milljóna króna.Guðbjörg Jóhannesdóttir„Það eru eiginlega engar samningaviðræður. Þeir hafa sett okkur afarkosti sem eru með þeim hætti að þær myndu binda söfnuðinn til næstu 30 ára svo það yrði varla nokkur starfsemi hér,“ segir Guðbjörg. Skuldir sóknarinnar eru vegna orgelkaupa og viðgerða á kirkjunni, og eru frá því um síðustu aldamót, segir Björg Dan Róbertsdóttir, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju. Hún segir óheppilegt hversu lítill gangur virðist vera á viðræðunum. „Ég trúi því að þetta muni leysast farsællega,“ segir Björg. Hún vill ekki upplýsa nákvæma upphæð skuldarinnar, en staðfestir að hún standi í yfir 100 milljónum króna í dag. Lánin sem sóknin tók voru ekki í erlendri mynt, en hafa engu að síðar hækkað verulega frá hruninu, segir Björg. Þá segir hún að ákveðinn forsendubrestur hafi orðið þar sem sóknargjöld sem renna til kirkjunnar hafa dregist saman, sem og aðrar tekjur vegna viðburða í safnaðarheimilinu.Björg Dan RóbertsdóttirSafnaðarheimilið var sett að veði fyrir lánunum, en þar sem óheimilt er að veðsetja kirkjubyggingarnar er engin hætta á að sóknin tapi kirkjunni, segir Björg. Hún segir stöðuna vissulega erfiða fyrir sóknina, en segir fjölmarga sjálfboðaliða sem komi að starfinu gera söfnuðinum kleyft að halda uppi öflugu starfi þrátt fyrir fjárhagsörðugleikana. Hún nefnir sem dæmi að mikil áhersla hafi verið lögð á að halda kórastarfi gangandi. Þá komi vikulega stór hópur eldri borgara í safnaðarheimilið. „Það er stundum talað eins og starf kirkjunnar einskorðist við eina messu á sunnudögum, en það er svo langt frá raunvöruleikanum,“ segir Björg. Samkvæmt upplýsingum frá Dróma er mál Langholtskirkju í samningaferli, en frekari upplýsingar um málið verða ekki gefnar.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira