Ógn við réttaröryggi íslenskra kvenna Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 23. október 2013 06:00 Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun