Óvissa dregur úr bílakaupum Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2013 07:00 Bílafloti landsmanna hefur elst síðustu ár á meðan fólk og fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í bílakaupum. Fréttablaðið/Stefán Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira