Strandveiðar - holl lesning fyrir ráðherra og LS Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 16. október 2013 06:00 Þessi grein er framhald af grein um strandveiðar sem birtist á Vísi í gær. Hér er meðal annars birt það sem greinarhöfundur lagði fyrir aðalfund Snæfells, sem er undirfélag Landssambands smábátaeigenda, LS. Undirritaður taldi sig hafa lausnir á flestum göllum strandveiðikerfisins og að þessar tillögur myndu fara vel í fundinn. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við tilveru strandveiða en telur að gera megi miklu betur. Fundurinn telur að í núverandi fyrirkomulagi sé innbyggð mikil sóun verðmæta og ónauðsynlegt smáfiskadráp.Helstu kostir kerfisins eru eftirfarandi: Aukið fiskframboð yfir sumartímann. Svokölluð nýliðun. Frelsi íslenskra ríkisborgara til að veiða og selja fisk. Ókostirnir eru því miður miklu fleiri. En þeir helstu eru eftirfarandi: Óþarfa smáfiskadráp vegna þeirrar pressu sem skapast til að róa, bara þangað sem kannski er skjól. Tímamörk sem gera hæggengum bátum erfitt að komast, hugsanlega, í ætan fisk. Tímamörkin eru reyndar, frá öllum hliðum, fáránleg. Gríðarleg olíueyðsla per/kg hjá þeim sem róa lengra undir þeirri pressu að ætla að ná „skammti“. Pressa á smærri báta til að róa í brælu þegar einhver á öllu svæðinu hefur farið af stað. Jafnvel þótt þar sé ólíkt betra veður. Svokölluð „marine traffic pressure“. Fundurinn vill því, í ljósi framkominna staðreynda, álykta eftirfarandi: Eitthvert frelsi til handfæraveiða er nauðsynlegt í lögum um stjórn fiskveiða. Það er t.d. sérstaklega æskilegt að fólk sem starfað hefur við sjávarsíðuna geti haft valkosti þegar hægir á í vinnu. Fundurinn vill því að það hlutfall sem ætlað er strandveiðum í heildaraflamarki haldi sér óbreytt. Fundurinn vill sjá strandveiðunum stjórnað á eftirfarandi hátt:1. Landið allt er eitt svæði. Aðeins einn pottur fyrir alla sem sækja um strandveiðileyfi.2. Pottinum er skipt niður á fjóra mánuði líkt og verið hefur. Hlutföllin gætu t.d. verið maí 25%, júní 30%, júlí 30% og ágúst 15%.3. Sótt er um þátttöku með góðum fyrirvara í hvern mánuð fyrir sig. Hámarksheimildin ræðst þá af aflaheimildum þess mánaðar, deilt með bátafjöldanum.4. Bátnum ber skylda til að landa því magni sem hann sækir um með ca 200 kílóa vikmörkum annars verður báturinn ekki hæfur til að sækja um þennan sama mánuð að ári. Þetta leiðir til þess að ekki er nauðsynlegt að sækja um „hámark“. Menn sníða sér þá stakk eftir vexti.5. Bátur getur, að lokinni löndunarskyldu hvers mánaðar, skráð sig frá strandveiðum og getur þá sinnt öðrum verkefnum en fer þá ekki til strandveiða aftur það fiskveiðiár.6. Sömu útgerð er heimilt að gera út fleiri en einn bát á einni kennitölu og skipstjóri þarf eingöngu að hafa tilskilin réttindi og vera lögskráður á bátinn. Eignaraðild er ekki nauðsynleg.7. Innifalin í veiðiheimild verður svokölluð „hafróheimild“ v.s. afli upp á 5%8. Tímamörk í róðri verða sólarhringur og róa má alla daga. Fundurinn telur að ef þessar breytingar verði gerðar á strandveiðum þá muni þær skila eftirfarandi: Jafnara fiskframboði. Vænni fiski og þ.a.l. hærra fiskverði. Sennilega 50% lægri olíueyðslu per/kg. Smá vott af atvinnusköpun. Pressan á róðra hverfur og þá er hægt að velja veður til róðra. Smærri bátarnir hafa meiri möguleika og „rómantíkin“ eykst. Flutningsmaður tillögunnar hvetur fundarmenn til að sjá skynsemina í þessum tillögum og samþykkja þær.Tillögurnar kolfelldar Það er skemmst frá því að segja að fundur Snæfells kolfelldi þessar tillögur. Ekki einn einasti fundarmaður, ótengdur flutningsmanni, studdi tillögurnar. En hvers vegna? Það kann að mega túlka þessar tillögur vestursvæðinu í hag, m.v. núverandi skiptingu. Snæfell starfar þar. Þarna kann því að hafa brotist fram samkennd fundarmanna með félögum sínum á öðrum svæðum. Líklegri ástæða er að hugmyndirnar ganga í berhögg við stefnu LS (Landssambandsins). Þá er óhætt að segja að samstaðan sé aðdáunarverð. Hefði brugðið fyrir rauðum kverum hefði mátt halda að Maó formaður sæti við háborðið. L.S. vill þessar veiðar með sama fyrirkomulagi nema hvað veiða má fjóra daga í viku, þennan sama skammt, alla fjóra mánuðina sem veiðarnar standa. Þá segir sig sjálft að það er ekkert aflaþak á veiðunum, enginn heildarpottur. Aflaheimildirnar á ekki að taka af neinum, sem þýðir væntanlega að þær verða utan við úthlutaðar aflaheimildir á Íslandsmiðum. Stjórnvöld hafa til margra ára ekki haft kjark til að víkja frá ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og með aukinni trú fólks á þessi vísindi þá er ekki líklegt að það breytist. Alþjóðasamfélagið fylgist líka með og við skreytum okkur með því að við stundum sjálfbærar veiðar. Þetta þýðir því í stuttu máli að við veiðum ekki umfram ráðgjöf sem aftur þýðir að einhverjar veiðiheimildir sem vísindin gefa ekki grænt ljós á, þær eru ekki til. Því miður. Það má svo sem berja hausnum við steininn einu sinni enn, en sársaukinn verður sá sami og steinninn brotnar ekki. L.S. verður því að fá þessar heimildir úr „Hvergilandi“ eða leggja spilin á borðið og segja: „Við ætlum að auka hlut strandveiðanna á kostnað annarra.“ Það er viðbúið að á 1-2 árum tvöfaldist þessi pottur sem að lokum endar á sama veg og t.d. kerfi sem kallað var dagakerfi og var kvótasett með ríflegum hætti. Þessa sögu þekkja margir trillusjómenn bæði núverandi og fyrrverandi og ekki síst stjórn L.S. L.S. er um þessar mundir að klofna og er sambandið að sjá á bak stórum hluta tekna sinna. Þetta hefur gerst vegna þess að forystan hefur ekki verið samstiga stærri útgerðunum innan félagsins. Svona dæmi hafa komið upp áður en þó ekki leitt til klofnings. Óskandi væri að hægt væri að ná til þessara aðila á ný en þó er ekki ástæða til bjartsýni. Það fer fljótlega að heyrast baul í fjósinu ef stöðugt er tekið úr einni og sömu jötunni og bætt ofan á fóðrið í þeirri næstu. Þessum skrifum er ætlað að skapa umræðu um þessi mál og svo heppilega vill til að landsfundur L.S. hefst á morgun, fimmtudag. Gott væri ef þessar hugmyndir gætu aðeins hreyft við fundinum. Kveikjan að þessum hugmyndum, um breytingar, er sú að undirritaður hefur tekið örlítinn þátt í strandveiðum undanfarin ár og honum ofbýður þetta fyrirkomulag í þjóðfélagi sem telur sig hafa vit á veiðum. Niðurstaðan er þessi: Festum strandveiðarnar í sessi með ca 4% af úthlutuðum þorski, og gerum hlutina eins og menn. Í lokin vill greinarhöfundur þakka Artúri Bogasyni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar hvar sem hann ber niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er framhald af grein um strandveiðar sem birtist á Vísi í gær. Hér er meðal annars birt það sem greinarhöfundur lagði fyrir aðalfund Snæfells, sem er undirfélag Landssambands smábátaeigenda, LS. Undirritaður taldi sig hafa lausnir á flestum göllum strandveiðikerfisins og að þessar tillögur myndu fara vel í fundinn. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við tilveru strandveiða en telur að gera megi miklu betur. Fundurinn telur að í núverandi fyrirkomulagi sé innbyggð mikil sóun verðmæta og ónauðsynlegt smáfiskadráp.Helstu kostir kerfisins eru eftirfarandi: Aukið fiskframboð yfir sumartímann. Svokölluð nýliðun. Frelsi íslenskra ríkisborgara til að veiða og selja fisk. Ókostirnir eru því miður miklu fleiri. En þeir helstu eru eftirfarandi: Óþarfa smáfiskadráp vegna þeirrar pressu sem skapast til að róa, bara þangað sem kannski er skjól. Tímamörk sem gera hæggengum bátum erfitt að komast, hugsanlega, í ætan fisk. Tímamörkin eru reyndar, frá öllum hliðum, fáránleg. Gríðarleg olíueyðsla per/kg hjá þeim sem róa lengra undir þeirri pressu að ætla að ná „skammti“. Pressa á smærri báta til að róa í brælu þegar einhver á öllu svæðinu hefur farið af stað. Jafnvel þótt þar sé ólíkt betra veður. Svokölluð „marine traffic pressure“. Fundurinn vill því, í ljósi framkominna staðreynda, álykta eftirfarandi: Eitthvert frelsi til handfæraveiða er nauðsynlegt í lögum um stjórn fiskveiða. Það er t.d. sérstaklega æskilegt að fólk sem starfað hefur við sjávarsíðuna geti haft valkosti þegar hægir á í vinnu. Fundurinn vill því að það hlutfall sem ætlað er strandveiðum í heildaraflamarki haldi sér óbreytt. Fundurinn vill sjá strandveiðunum stjórnað á eftirfarandi hátt:1. Landið allt er eitt svæði. Aðeins einn pottur fyrir alla sem sækja um strandveiðileyfi.2. Pottinum er skipt niður á fjóra mánuði líkt og verið hefur. Hlutföllin gætu t.d. verið maí 25%, júní 30%, júlí 30% og ágúst 15%.3. Sótt er um þátttöku með góðum fyrirvara í hvern mánuð fyrir sig. Hámarksheimildin ræðst þá af aflaheimildum þess mánaðar, deilt með bátafjöldanum.4. Bátnum ber skylda til að landa því magni sem hann sækir um með ca 200 kílóa vikmörkum annars verður báturinn ekki hæfur til að sækja um þennan sama mánuð að ári. Þetta leiðir til þess að ekki er nauðsynlegt að sækja um „hámark“. Menn sníða sér þá stakk eftir vexti.5. Bátur getur, að lokinni löndunarskyldu hvers mánaðar, skráð sig frá strandveiðum og getur þá sinnt öðrum verkefnum en fer þá ekki til strandveiða aftur það fiskveiðiár.6. Sömu útgerð er heimilt að gera út fleiri en einn bát á einni kennitölu og skipstjóri þarf eingöngu að hafa tilskilin réttindi og vera lögskráður á bátinn. Eignaraðild er ekki nauðsynleg.7. Innifalin í veiðiheimild verður svokölluð „hafróheimild“ v.s. afli upp á 5%8. Tímamörk í róðri verða sólarhringur og róa má alla daga. Fundurinn telur að ef þessar breytingar verði gerðar á strandveiðum þá muni þær skila eftirfarandi: Jafnara fiskframboði. Vænni fiski og þ.a.l. hærra fiskverði. Sennilega 50% lægri olíueyðslu per/kg. Smá vott af atvinnusköpun. Pressan á róðra hverfur og þá er hægt að velja veður til róðra. Smærri bátarnir hafa meiri möguleika og „rómantíkin“ eykst. Flutningsmaður tillögunnar hvetur fundarmenn til að sjá skynsemina í þessum tillögum og samþykkja þær.Tillögurnar kolfelldar Það er skemmst frá því að segja að fundur Snæfells kolfelldi þessar tillögur. Ekki einn einasti fundarmaður, ótengdur flutningsmanni, studdi tillögurnar. En hvers vegna? Það kann að mega túlka þessar tillögur vestursvæðinu í hag, m.v. núverandi skiptingu. Snæfell starfar þar. Þarna kann því að hafa brotist fram samkennd fundarmanna með félögum sínum á öðrum svæðum. Líklegri ástæða er að hugmyndirnar ganga í berhögg við stefnu LS (Landssambandsins). Þá er óhætt að segja að samstaðan sé aðdáunarverð. Hefði brugðið fyrir rauðum kverum hefði mátt halda að Maó formaður sæti við háborðið. L.S. vill þessar veiðar með sama fyrirkomulagi nema hvað veiða má fjóra daga í viku, þennan sama skammt, alla fjóra mánuðina sem veiðarnar standa. Þá segir sig sjálft að það er ekkert aflaþak á veiðunum, enginn heildarpottur. Aflaheimildirnar á ekki að taka af neinum, sem þýðir væntanlega að þær verða utan við úthlutaðar aflaheimildir á Íslandsmiðum. Stjórnvöld hafa til margra ára ekki haft kjark til að víkja frá ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og með aukinni trú fólks á þessi vísindi þá er ekki líklegt að það breytist. Alþjóðasamfélagið fylgist líka með og við skreytum okkur með því að við stundum sjálfbærar veiðar. Þetta þýðir því í stuttu máli að við veiðum ekki umfram ráðgjöf sem aftur þýðir að einhverjar veiðiheimildir sem vísindin gefa ekki grænt ljós á, þær eru ekki til. Því miður. Það má svo sem berja hausnum við steininn einu sinni enn, en sársaukinn verður sá sami og steinninn brotnar ekki. L.S. verður því að fá þessar heimildir úr „Hvergilandi“ eða leggja spilin á borðið og segja: „Við ætlum að auka hlut strandveiðanna á kostnað annarra.“ Það er viðbúið að á 1-2 árum tvöfaldist þessi pottur sem að lokum endar á sama veg og t.d. kerfi sem kallað var dagakerfi og var kvótasett með ríflegum hætti. Þessa sögu þekkja margir trillusjómenn bæði núverandi og fyrrverandi og ekki síst stjórn L.S. L.S. er um þessar mundir að klofna og er sambandið að sjá á bak stórum hluta tekna sinna. Þetta hefur gerst vegna þess að forystan hefur ekki verið samstiga stærri útgerðunum innan félagsins. Svona dæmi hafa komið upp áður en þó ekki leitt til klofnings. Óskandi væri að hægt væri að ná til þessara aðila á ný en þó er ekki ástæða til bjartsýni. Það fer fljótlega að heyrast baul í fjósinu ef stöðugt er tekið úr einni og sömu jötunni og bætt ofan á fóðrið í þeirri næstu. Þessum skrifum er ætlað að skapa umræðu um þessi mál og svo heppilega vill til að landsfundur L.S. hefst á morgun, fimmtudag. Gott væri ef þessar hugmyndir gætu aðeins hreyft við fundinum. Kveikjan að þessum hugmyndum, um breytingar, er sú að undirritaður hefur tekið örlítinn þátt í strandveiðum undanfarin ár og honum ofbýður þetta fyrirkomulag í þjóðfélagi sem telur sig hafa vit á veiðum. Niðurstaðan er þessi: Festum strandveiðarnar í sessi með ca 4% af úthlutuðum þorski, og gerum hlutina eins og menn. Í lokin vill greinarhöfundur þakka Artúri Bogasyni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar hvar sem hann ber niður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar