Strandveiðar - holl lesning fyrir ráðherra og LS Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 16. október 2013 06:00 Þessi grein er framhald af grein um strandveiðar sem birtist á Vísi í gær. Hér er meðal annars birt það sem greinarhöfundur lagði fyrir aðalfund Snæfells, sem er undirfélag Landssambands smábátaeigenda, LS. Undirritaður taldi sig hafa lausnir á flestum göllum strandveiðikerfisins og að þessar tillögur myndu fara vel í fundinn. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við tilveru strandveiða en telur að gera megi miklu betur. Fundurinn telur að í núverandi fyrirkomulagi sé innbyggð mikil sóun verðmæta og ónauðsynlegt smáfiskadráp.Helstu kostir kerfisins eru eftirfarandi: Aukið fiskframboð yfir sumartímann. Svokölluð nýliðun. Frelsi íslenskra ríkisborgara til að veiða og selja fisk. Ókostirnir eru því miður miklu fleiri. En þeir helstu eru eftirfarandi: Óþarfa smáfiskadráp vegna þeirrar pressu sem skapast til að róa, bara þangað sem kannski er skjól. Tímamörk sem gera hæggengum bátum erfitt að komast, hugsanlega, í ætan fisk. Tímamörkin eru reyndar, frá öllum hliðum, fáránleg. Gríðarleg olíueyðsla per/kg hjá þeim sem róa lengra undir þeirri pressu að ætla að ná „skammti“. Pressa á smærri báta til að róa í brælu þegar einhver á öllu svæðinu hefur farið af stað. Jafnvel þótt þar sé ólíkt betra veður. Svokölluð „marine traffic pressure“. Fundurinn vill því, í ljósi framkominna staðreynda, álykta eftirfarandi: Eitthvert frelsi til handfæraveiða er nauðsynlegt í lögum um stjórn fiskveiða. Það er t.d. sérstaklega æskilegt að fólk sem starfað hefur við sjávarsíðuna geti haft valkosti þegar hægir á í vinnu. Fundurinn vill því að það hlutfall sem ætlað er strandveiðum í heildaraflamarki haldi sér óbreytt. Fundurinn vill sjá strandveiðunum stjórnað á eftirfarandi hátt:1. Landið allt er eitt svæði. Aðeins einn pottur fyrir alla sem sækja um strandveiðileyfi.2. Pottinum er skipt niður á fjóra mánuði líkt og verið hefur. Hlutföllin gætu t.d. verið maí 25%, júní 30%, júlí 30% og ágúst 15%.3. Sótt er um þátttöku með góðum fyrirvara í hvern mánuð fyrir sig. Hámarksheimildin ræðst þá af aflaheimildum þess mánaðar, deilt með bátafjöldanum.4. Bátnum ber skylda til að landa því magni sem hann sækir um með ca 200 kílóa vikmörkum annars verður báturinn ekki hæfur til að sækja um þennan sama mánuð að ári. Þetta leiðir til þess að ekki er nauðsynlegt að sækja um „hámark“. Menn sníða sér þá stakk eftir vexti.5. Bátur getur, að lokinni löndunarskyldu hvers mánaðar, skráð sig frá strandveiðum og getur þá sinnt öðrum verkefnum en fer þá ekki til strandveiða aftur það fiskveiðiár.6. Sömu útgerð er heimilt að gera út fleiri en einn bát á einni kennitölu og skipstjóri þarf eingöngu að hafa tilskilin réttindi og vera lögskráður á bátinn. Eignaraðild er ekki nauðsynleg.7. Innifalin í veiðiheimild verður svokölluð „hafróheimild“ v.s. afli upp á 5%8. Tímamörk í róðri verða sólarhringur og róa má alla daga. Fundurinn telur að ef þessar breytingar verði gerðar á strandveiðum þá muni þær skila eftirfarandi: Jafnara fiskframboði. Vænni fiski og þ.a.l. hærra fiskverði. Sennilega 50% lægri olíueyðslu per/kg. Smá vott af atvinnusköpun. Pressan á róðra hverfur og þá er hægt að velja veður til róðra. Smærri bátarnir hafa meiri möguleika og „rómantíkin“ eykst. Flutningsmaður tillögunnar hvetur fundarmenn til að sjá skynsemina í þessum tillögum og samþykkja þær.Tillögurnar kolfelldar Það er skemmst frá því að segja að fundur Snæfells kolfelldi þessar tillögur. Ekki einn einasti fundarmaður, ótengdur flutningsmanni, studdi tillögurnar. En hvers vegna? Það kann að mega túlka þessar tillögur vestursvæðinu í hag, m.v. núverandi skiptingu. Snæfell starfar þar. Þarna kann því að hafa brotist fram samkennd fundarmanna með félögum sínum á öðrum svæðum. Líklegri ástæða er að hugmyndirnar ganga í berhögg við stefnu LS (Landssambandsins). Þá er óhætt að segja að samstaðan sé aðdáunarverð. Hefði brugðið fyrir rauðum kverum hefði mátt halda að Maó formaður sæti við háborðið. L.S. vill þessar veiðar með sama fyrirkomulagi nema hvað veiða má fjóra daga í viku, þennan sama skammt, alla fjóra mánuðina sem veiðarnar standa. Þá segir sig sjálft að það er ekkert aflaþak á veiðunum, enginn heildarpottur. Aflaheimildirnar á ekki að taka af neinum, sem þýðir væntanlega að þær verða utan við úthlutaðar aflaheimildir á Íslandsmiðum. Stjórnvöld hafa til margra ára ekki haft kjark til að víkja frá ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og með aukinni trú fólks á þessi vísindi þá er ekki líklegt að það breytist. Alþjóðasamfélagið fylgist líka með og við skreytum okkur með því að við stundum sjálfbærar veiðar. Þetta þýðir því í stuttu máli að við veiðum ekki umfram ráðgjöf sem aftur þýðir að einhverjar veiðiheimildir sem vísindin gefa ekki grænt ljós á, þær eru ekki til. Því miður. Það má svo sem berja hausnum við steininn einu sinni enn, en sársaukinn verður sá sami og steinninn brotnar ekki. L.S. verður því að fá þessar heimildir úr „Hvergilandi“ eða leggja spilin á borðið og segja: „Við ætlum að auka hlut strandveiðanna á kostnað annarra.“ Það er viðbúið að á 1-2 árum tvöfaldist þessi pottur sem að lokum endar á sama veg og t.d. kerfi sem kallað var dagakerfi og var kvótasett með ríflegum hætti. Þessa sögu þekkja margir trillusjómenn bæði núverandi og fyrrverandi og ekki síst stjórn L.S. L.S. er um þessar mundir að klofna og er sambandið að sjá á bak stórum hluta tekna sinna. Þetta hefur gerst vegna þess að forystan hefur ekki verið samstiga stærri útgerðunum innan félagsins. Svona dæmi hafa komið upp áður en þó ekki leitt til klofnings. Óskandi væri að hægt væri að ná til þessara aðila á ný en þó er ekki ástæða til bjartsýni. Það fer fljótlega að heyrast baul í fjósinu ef stöðugt er tekið úr einni og sömu jötunni og bætt ofan á fóðrið í þeirri næstu. Þessum skrifum er ætlað að skapa umræðu um þessi mál og svo heppilega vill til að landsfundur L.S. hefst á morgun, fimmtudag. Gott væri ef þessar hugmyndir gætu aðeins hreyft við fundinum. Kveikjan að þessum hugmyndum, um breytingar, er sú að undirritaður hefur tekið örlítinn þátt í strandveiðum undanfarin ár og honum ofbýður þetta fyrirkomulag í þjóðfélagi sem telur sig hafa vit á veiðum. Niðurstaðan er þessi: Festum strandveiðarnar í sessi með ca 4% af úthlutuðum þorski, og gerum hlutina eins og menn. Í lokin vill greinarhöfundur þakka Artúri Bogasyni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar hvar sem hann ber niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er framhald af grein um strandveiðar sem birtist á Vísi í gær. Hér er meðal annars birt það sem greinarhöfundur lagði fyrir aðalfund Snæfells, sem er undirfélag Landssambands smábátaeigenda, LS. Undirritaður taldi sig hafa lausnir á flestum göllum strandveiðikerfisins og að þessar tillögur myndu fara vel í fundinn. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við tilveru strandveiða en telur að gera megi miklu betur. Fundurinn telur að í núverandi fyrirkomulagi sé innbyggð mikil sóun verðmæta og ónauðsynlegt smáfiskadráp.Helstu kostir kerfisins eru eftirfarandi: Aukið fiskframboð yfir sumartímann. Svokölluð nýliðun. Frelsi íslenskra ríkisborgara til að veiða og selja fisk. Ókostirnir eru því miður miklu fleiri. En þeir helstu eru eftirfarandi: Óþarfa smáfiskadráp vegna þeirrar pressu sem skapast til að róa, bara þangað sem kannski er skjól. Tímamörk sem gera hæggengum bátum erfitt að komast, hugsanlega, í ætan fisk. Tímamörkin eru reyndar, frá öllum hliðum, fáránleg. Gríðarleg olíueyðsla per/kg hjá þeim sem róa lengra undir þeirri pressu að ætla að ná „skammti“. Pressa á smærri báta til að róa í brælu þegar einhver á öllu svæðinu hefur farið af stað. Jafnvel þótt þar sé ólíkt betra veður. Svokölluð „marine traffic pressure“. Fundurinn vill því, í ljósi framkominna staðreynda, álykta eftirfarandi: Eitthvert frelsi til handfæraveiða er nauðsynlegt í lögum um stjórn fiskveiða. Það er t.d. sérstaklega æskilegt að fólk sem starfað hefur við sjávarsíðuna geti haft valkosti þegar hægir á í vinnu. Fundurinn vill því að það hlutfall sem ætlað er strandveiðum í heildaraflamarki haldi sér óbreytt. Fundurinn vill sjá strandveiðunum stjórnað á eftirfarandi hátt:1. Landið allt er eitt svæði. Aðeins einn pottur fyrir alla sem sækja um strandveiðileyfi.2. Pottinum er skipt niður á fjóra mánuði líkt og verið hefur. Hlutföllin gætu t.d. verið maí 25%, júní 30%, júlí 30% og ágúst 15%.3. Sótt er um þátttöku með góðum fyrirvara í hvern mánuð fyrir sig. Hámarksheimildin ræðst þá af aflaheimildum þess mánaðar, deilt með bátafjöldanum.4. Bátnum ber skylda til að landa því magni sem hann sækir um með ca 200 kílóa vikmörkum annars verður báturinn ekki hæfur til að sækja um þennan sama mánuð að ári. Þetta leiðir til þess að ekki er nauðsynlegt að sækja um „hámark“. Menn sníða sér þá stakk eftir vexti.5. Bátur getur, að lokinni löndunarskyldu hvers mánaðar, skráð sig frá strandveiðum og getur þá sinnt öðrum verkefnum en fer þá ekki til strandveiða aftur það fiskveiðiár.6. Sömu útgerð er heimilt að gera út fleiri en einn bát á einni kennitölu og skipstjóri þarf eingöngu að hafa tilskilin réttindi og vera lögskráður á bátinn. Eignaraðild er ekki nauðsynleg.7. Innifalin í veiðiheimild verður svokölluð „hafróheimild“ v.s. afli upp á 5%8. Tímamörk í róðri verða sólarhringur og róa má alla daga. Fundurinn telur að ef þessar breytingar verði gerðar á strandveiðum þá muni þær skila eftirfarandi: Jafnara fiskframboði. Vænni fiski og þ.a.l. hærra fiskverði. Sennilega 50% lægri olíueyðslu per/kg. Smá vott af atvinnusköpun. Pressan á róðra hverfur og þá er hægt að velja veður til róðra. Smærri bátarnir hafa meiri möguleika og „rómantíkin“ eykst. Flutningsmaður tillögunnar hvetur fundarmenn til að sjá skynsemina í þessum tillögum og samþykkja þær.Tillögurnar kolfelldar Það er skemmst frá því að segja að fundur Snæfells kolfelldi þessar tillögur. Ekki einn einasti fundarmaður, ótengdur flutningsmanni, studdi tillögurnar. En hvers vegna? Það kann að mega túlka þessar tillögur vestursvæðinu í hag, m.v. núverandi skiptingu. Snæfell starfar þar. Þarna kann því að hafa brotist fram samkennd fundarmanna með félögum sínum á öðrum svæðum. Líklegri ástæða er að hugmyndirnar ganga í berhögg við stefnu LS (Landssambandsins). Þá er óhætt að segja að samstaðan sé aðdáunarverð. Hefði brugðið fyrir rauðum kverum hefði mátt halda að Maó formaður sæti við háborðið. L.S. vill þessar veiðar með sama fyrirkomulagi nema hvað veiða má fjóra daga í viku, þennan sama skammt, alla fjóra mánuðina sem veiðarnar standa. Þá segir sig sjálft að það er ekkert aflaþak á veiðunum, enginn heildarpottur. Aflaheimildirnar á ekki að taka af neinum, sem þýðir væntanlega að þær verða utan við úthlutaðar aflaheimildir á Íslandsmiðum. Stjórnvöld hafa til margra ára ekki haft kjark til að víkja frá ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og með aukinni trú fólks á þessi vísindi þá er ekki líklegt að það breytist. Alþjóðasamfélagið fylgist líka með og við skreytum okkur með því að við stundum sjálfbærar veiðar. Þetta þýðir því í stuttu máli að við veiðum ekki umfram ráðgjöf sem aftur þýðir að einhverjar veiðiheimildir sem vísindin gefa ekki grænt ljós á, þær eru ekki til. Því miður. Það má svo sem berja hausnum við steininn einu sinni enn, en sársaukinn verður sá sami og steinninn brotnar ekki. L.S. verður því að fá þessar heimildir úr „Hvergilandi“ eða leggja spilin á borðið og segja: „Við ætlum að auka hlut strandveiðanna á kostnað annarra.“ Það er viðbúið að á 1-2 árum tvöfaldist þessi pottur sem að lokum endar á sama veg og t.d. kerfi sem kallað var dagakerfi og var kvótasett með ríflegum hætti. Þessa sögu þekkja margir trillusjómenn bæði núverandi og fyrrverandi og ekki síst stjórn L.S. L.S. er um þessar mundir að klofna og er sambandið að sjá á bak stórum hluta tekna sinna. Þetta hefur gerst vegna þess að forystan hefur ekki verið samstiga stærri útgerðunum innan félagsins. Svona dæmi hafa komið upp áður en þó ekki leitt til klofnings. Óskandi væri að hægt væri að ná til þessara aðila á ný en þó er ekki ástæða til bjartsýni. Það fer fljótlega að heyrast baul í fjósinu ef stöðugt er tekið úr einni og sömu jötunni og bætt ofan á fóðrið í þeirri næstu. Þessum skrifum er ætlað að skapa umræðu um þessi mál og svo heppilega vill til að landsfundur L.S. hefst á morgun, fimmtudag. Gott væri ef þessar hugmyndir gætu aðeins hreyft við fundinum. Kveikjan að þessum hugmyndum, um breytingar, er sú að undirritaður hefur tekið örlítinn þátt í strandveiðum undanfarin ár og honum ofbýður þetta fyrirkomulag í þjóðfélagi sem telur sig hafa vit á veiðum. Niðurstaðan er þessi: Festum strandveiðarnar í sessi með ca 4% af úthlutuðum þorski, og gerum hlutina eins og menn. Í lokin vill greinarhöfundur þakka Artúri Bogasyni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar hvar sem hann ber niður.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar