Innlent

Telur innanhússmanni hafa verið hyglað

Stígur Helgason skrifar
Snorri Baldursson
Snorri Baldursson
Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður í í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur stefnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og krefst skaðabóta vegna ferlisins við skipun skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu í fyrra.

Snorri var á meðal 25 umsækjenda um stöðuna og var metinn hæfastur ásamt Jóni Geir Péturssyni, sem að endingu var skipaður. Jón Geir hafði starfað hjá ráðuneytinu, meðal annars á skrifstofu landgæða, frá því 1. september sama ár.

„Málið snýst um það að ég tel umhverfisráðuneytið ekki hafa valið hæfasta og reynslumesta manninn til að gegna embættinu og að það hafi breytt ráðningarferli í miðjum klíðum til þess að geta réttlætt ráðningu innanhússmanns í starfið,“ segir Snorri, sem vill þó ekki gefa upp hversu hárra bóta hann krefst.

„Þar með tel ég ráðherra og ráðuneytið hafa farið á svig við nýsettar reglur um mat á hæfni umsækjanda til að gegna embætti við Stjórnarráðið,“ bætir hann við.

Málið var höfðað í vor og verður tekið fyrir 28. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×