Helgarmaturinn - Bruschetta Duo Marín Manda skrifar 4. október 2013 09:30 Arnar Már Guðmundsson Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira