Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa.
Hráefni
Geitaostur,
mozzarella,
parmesan,
2 paprikur,
tómatar í dós,
1-2 chilialdin,
1 stk. lime,
ciabatta-brauð,
rjómaostur,
hvítlaukur,
basilíkubúnt,
myntubúnt
Heimagert salsa
2 paprikur,
1 dós tómatar,
3 hvítlauksgeirar,
1 tsk. mexican-krydd,
1 tsk. reykt paprikukrydd,
2 laukar,
1 chllialdin,
1 lime
Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim.
Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota.

Aðferð
Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum.
Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu.