Innlent

Vildu bíða álits forvarnarfulltrúa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gunnar Axel Axelsson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem vill semja við Regnbogabörn.
Gunnar Axel Axelsson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem vill semja við Regnbogabörn.
„Æskilegt hefði verið að fá álit forvarnarfulltrúa og fjölskyldusviðs á notagildi efnisins sem um ræðir áður en gengið er til samninga hér um,“ bókaðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks, þegar bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að semja við Regnbogabörn um fræðslusíðu samtakanna á netinu.

Samhliða samningnum sem bæjarstjóra var falið agf meirihlutanum að gera á að leggja fram umsögn forvarnarfulltrúa og fjölskylduþjónustu.

Sjálfstæðismenn sögðust taka jákvætt í styrk eða samning við Regnbogabörn en sögðust undrast að meirihluti Samfylkingar og VG biðu ekki álits forvarnarfulltrúa og fjölskyldusviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×