Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2013 08:00 Margir möguleikar standa þeim til boða sem vilja afrita gögn sín inn í skýið. Síðustu misseri hefur tölvuheimurinn að miklu leyti snúist um „skýið“, það er að í stað þess að geyma gögn og vinna með þau á netþjónum eða hörðum diskum innan veggja fyrirtækja og heimila eru þau staðsett á miðlægum netþjónum. Nú bjóðast fjölmargar lausnir í þessum málum þar sem geymslurými eykst stöðugt samhliða því að verð lækkar. Einstaklingar og heimili geta nýtt sér þessa möguleika til að geyma gögn, til dæmis ljósmyndir og myndbönd, til að tryggja sig fyrir að týna gögnum þegar harðir diskar í tölvum hrynja eða þeim er jafnvel stolið. Auk þess gerir geymsla í skýinu notendum kleift að nálgast gögnin sín hér um bil hvar sem er, jafnvel í farsímum og spjaldtölvum. Margir bjóða nú upp á þjónustu sem hægt er að tengja við margar tölvur og síma og samstilla þannig gögnin sín. Þá er hægt að búa svo um hnútana að til dæmis allar þær myndir sem eru teknar á myndavél snjallsíma hlaðist sjálfkrafa í varamöppu í skýinu. Best þekkta þjónustan í þessum geira er sennilega Dropbox, sem býður upp á tveggja gígabæta geymslurými endurgjaldslaust. Þó er hægt að bæta talsvert við sig í rými með því að mæla með þjónustunni með vinum og kunningjum auk þess sem námsfólk getur fengið talsvert meira pláss. Þá bjóða risarnir Microsoft, Google og Apple upp á sínar lausnir, en nú er mest af ókeypis geymsluplássi í boði hjá SurDoc, þar sem boðið er upp á 100 gígabæta geymslupláss í eitt ár, en eftir það mun það kosta 30 Bandaríkjadali, sem jafngildir innan við 5.000 krónum á ári fyrir sama gagnarými.Bara tímaspursmál Ísland á sinn fulltrúa í skýjaheimum, sem er sprotafyritækið Greenqloud. Tryggvi Lárusson, þróunarstjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi hingað til einbeitt sér að lausnum fyrir fyrirtæki, en þeir hafi nú gefið út neytendavöru í líkingu við þær sem um er getið hér áður, QloudSync að nafni, sem er þó enn í beta-útgáfu fyrir Windows-kerfi, sem leyfir fólki að afrita gögnin sín í skýið með einföldum hætti. Spurður hvort þetta sé það sem koma skuli fyrir einstaklinga segir Tryggvi að svo sé. Nú sé aðaláherslan á að gera þessar lausnir auðveldari og öruggari fyrir notendur. Harðir diskar muni brátt heyra sögunni til. Hann segir aðspurður að óhætt sé að treysta því að geyma gögn á vefnum. „Yfirleitt eru mjög sterkar öryggisvarnir byggðar í þessar lausnir og flestar verja þær sig gagnvart gagnatapi með því að geyma gögnin á fleiri stöðum en einum samtímis. Það er margfalt öruggara en að vera með allt á einum hörðum diski sem tengdur er við tölvuna. Svo er hraðinn að aukast og verðið á þjónustunni lækkar á hverju ári, þannig að í dag eru þær jafnvel orðnar ódýrari en að kaupa sér harðan disk.“ Varðandi framhaldið segist Tryggvi viss um að í fyllingu tímans muni skýið taka við af hörðum diskum. „Það er bara spurning um tíma.“ Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Síðustu misseri hefur tölvuheimurinn að miklu leyti snúist um „skýið“, það er að í stað þess að geyma gögn og vinna með þau á netþjónum eða hörðum diskum innan veggja fyrirtækja og heimila eru þau staðsett á miðlægum netþjónum. Nú bjóðast fjölmargar lausnir í þessum málum þar sem geymslurými eykst stöðugt samhliða því að verð lækkar. Einstaklingar og heimili geta nýtt sér þessa möguleika til að geyma gögn, til dæmis ljósmyndir og myndbönd, til að tryggja sig fyrir að týna gögnum þegar harðir diskar í tölvum hrynja eða þeim er jafnvel stolið. Auk þess gerir geymsla í skýinu notendum kleift að nálgast gögnin sín hér um bil hvar sem er, jafnvel í farsímum og spjaldtölvum. Margir bjóða nú upp á þjónustu sem hægt er að tengja við margar tölvur og síma og samstilla þannig gögnin sín. Þá er hægt að búa svo um hnútana að til dæmis allar þær myndir sem eru teknar á myndavél snjallsíma hlaðist sjálfkrafa í varamöppu í skýinu. Best þekkta þjónustan í þessum geira er sennilega Dropbox, sem býður upp á tveggja gígabæta geymslurými endurgjaldslaust. Þó er hægt að bæta talsvert við sig í rými með því að mæla með þjónustunni með vinum og kunningjum auk þess sem námsfólk getur fengið talsvert meira pláss. Þá bjóða risarnir Microsoft, Google og Apple upp á sínar lausnir, en nú er mest af ókeypis geymsluplássi í boði hjá SurDoc, þar sem boðið er upp á 100 gígabæta geymslupláss í eitt ár, en eftir það mun það kosta 30 Bandaríkjadali, sem jafngildir innan við 5.000 krónum á ári fyrir sama gagnarými.Bara tímaspursmál Ísland á sinn fulltrúa í skýjaheimum, sem er sprotafyritækið Greenqloud. Tryggvi Lárusson, þróunarstjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi hingað til einbeitt sér að lausnum fyrir fyrirtæki, en þeir hafi nú gefið út neytendavöru í líkingu við þær sem um er getið hér áður, QloudSync að nafni, sem er þó enn í beta-útgáfu fyrir Windows-kerfi, sem leyfir fólki að afrita gögnin sín í skýið með einföldum hætti. Spurður hvort þetta sé það sem koma skuli fyrir einstaklinga segir Tryggvi að svo sé. Nú sé aðaláherslan á að gera þessar lausnir auðveldari og öruggari fyrir notendur. Harðir diskar muni brátt heyra sögunni til. Hann segir aðspurður að óhætt sé að treysta því að geyma gögn á vefnum. „Yfirleitt eru mjög sterkar öryggisvarnir byggðar í þessar lausnir og flestar verja þær sig gagnvart gagnatapi með því að geyma gögnin á fleiri stöðum en einum samtímis. Það er margfalt öruggara en að vera með allt á einum hörðum diski sem tengdur er við tölvuna. Svo er hraðinn að aukast og verðið á þjónustunni lækkar á hverju ári, þannig að í dag eru þær jafnvel orðnar ódýrari en að kaupa sér harðan disk.“ Varðandi framhaldið segist Tryggvi viss um að í fyllingu tímans muni skýið taka við af hörðum diskum. „Það er bara spurning um tíma.“
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira