Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2013 08:00 Margir möguleikar standa þeim til boða sem vilja afrita gögn sín inn í skýið. Síðustu misseri hefur tölvuheimurinn að miklu leyti snúist um „skýið“, það er að í stað þess að geyma gögn og vinna með þau á netþjónum eða hörðum diskum innan veggja fyrirtækja og heimila eru þau staðsett á miðlægum netþjónum. Nú bjóðast fjölmargar lausnir í þessum málum þar sem geymslurými eykst stöðugt samhliða því að verð lækkar. Einstaklingar og heimili geta nýtt sér þessa möguleika til að geyma gögn, til dæmis ljósmyndir og myndbönd, til að tryggja sig fyrir að týna gögnum þegar harðir diskar í tölvum hrynja eða þeim er jafnvel stolið. Auk þess gerir geymsla í skýinu notendum kleift að nálgast gögnin sín hér um bil hvar sem er, jafnvel í farsímum og spjaldtölvum. Margir bjóða nú upp á þjónustu sem hægt er að tengja við margar tölvur og síma og samstilla þannig gögnin sín. Þá er hægt að búa svo um hnútana að til dæmis allar þær myndir sem eru teknar á myndavél snjallsíma hlaðist sjálfkrafa í varamöppu í skýinu. Best þekkta þjónustan í þessum geira er sennilega Dropbox, sem býður upp á tveggja gígabæta geymslurými endurgjaldslaust. Þó er hægt að bæta talsvert við sig í rými með því að mæla með þjónustunni með vinum og kunningjum auk þess sem námsfólk getur fengið talsvert meira pláss. Þá bjóða risarnir Microsoft, Google og Apple upp á sínar lausnir, en nú er mest af ókeypis geymsluplássi í boði hjá SurDoc, þar sem boðið er upp á 100 gígabæta geymslupláss í eitt ár, en eftir það mun það kosta 30 Bandaríkjadali, sem jafngildir innan við 5.000 krónum á ári fyrir sama gagnarými.Bara tímaspursmál Ísland á sinn fulltrúa í skýjaheimum, sem er sprotafyritækið Greenqloud. Tryggvi Lárusson, þróunarstjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi hingað til einbeitt sér að lausnum fyrir fyrirtæki, en þeir hafi nú gefið út neytendavöru í líkingu við þær sem um er getið hér áður, QloudSync að nafni, sem er þó enn í beta-útgáfu fyrir Windows-kerfi, sem leyfir fólki að afrita gögnin sín í skýið með einföldum hætti. Spurður hvort þetta sé það sem koma skuli fyrir einstaklinga segir Tryggvi að svo sé. Nú sé aðaláherslan á að gera þessar lausnir auðveldari og öruggari fyrir notendur. Harðir diskar muni brátt heyra sögunni til. Hann segir aðspurður að óhætt sé að treysta því að geyma gögn á vefnum. „Yfirleitt eru mjög sterkar öryggisvarnir byggðar í þessar lausnir og flestar verja þær sig gagnvart gagnatapi með því að geyma gögnin á fleiri stöðum en einum samtímis. Það er margfalt öruggara en að vera með allt á einum hörðum diski sem tengdur er við tölvuna. Svo er hraðinn að aukast og verðið á þjónustunni lækkar á hverju ári, þannig að í dag eru þær jafnvel orðnar ódýrari en að kaupa sér harðan disk.“ Varðandi framhaldið segist Tryggvi viss um að í fyllingu tímans muni skýið taka við af hörðum diskum. „Það er bara spurning um tíma.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Síðustu misseri hefur tölvuheimurinn að miklu leyti snúist um „skýið“, það er að í stað þess að geyma gögn og vinna með þau á netþjónum eða hörðum diskum innan veggja fyrirtækja og heimila eru þau staðsett á miðlægum netþjónum. Nú bjóðast fjölmargar lausnir í þessum málum þar sem geymslurými eykst stöðugt samhliða því að verð lækkar. Einstaklingar og heimili geta nýtt sér þessa möguleika til að geyma gögn, til dæmis ljósmyndir og myndbönd, til að tryggja sig fyrir að týna gögnum þegar harðir diskar í tölvum hrynja eða þeim er jafnvel stolið. Auk þess gerir geymsla í skýinu notendum kleift að nálgast gögnin sín hér um bil hvar sem er, jafnvel í farsímum og spjaldtölvum. Margir bjóða nú upp á þjónustu sem hægt er að tengja við margar tölvur og síma og samstilla þannig gögnin sín. Þá er hægt að búa svo um hnútana að til dæmis allar þær myndir sem eru teknar á myndavél snjallsíma hlaðist sjálfkrafa í varamöppu í skýinu. Best þekkta þjónustan í þessum geira er sennilega Dropbox, sem býður upp á tveggja gígabæta geymslurými endurgjaldslaust. Þó er hægt að bæta talsvert við sig í rými með því að mæla með þjónustunni með vinum og kunningjum auk þess sem námsfólk getur fengið talsvert meira pláss. Þá bjóða risarnir Microsoft, Google og Apple upp á sínar lausnir, en nú er mest af ókeypis geymsluplássi í boði hjá SurDoc, þar sem boðið er upp á 100 gígabæta geymslupláss í eitt ár, en eftir það mun það kosta 30 Bandaríkjadali, sem jafngildir innan við 5.000 krónum á ári fyrir sama gagnarými.Bara tímaspursmál Ísland á sinn fulltrúa í skýjaheimum, sem er sprotafyritækið Greenqloud. Tryggvi Lárusson, þróunarstjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi hingað til einbeitt sér að lausnum fyrir fyrirtæki, en þeir hafi nú gefið út neytendavöru í líkingu við þær sem um er getið hér áður, QloudSync að nafni, sem er þó enn í beta-útgáfu fyrir Windows-kerfi, sem leyfir fólki að afrita gögnin sín í skýið með einföldum hætti. Spurður hvort þetta sé það sem koma skuli fyrir einstaklinga segir Tryggvi að svo sé. Nú sé aðaláherslan á að gera þessar lausnir auðveldari og öruggari fyrir notendur. Harðir diskar muni brátt heyra sögunni til. Hann segir aðspurður að óhætt sé að treysta því að geyma gögn á vefnum. „Yfirleitt eru mjög sterkar öryggisvarnir byggðar í þessar lausnir og flestar verja þær sig gagnvart gagnatapi með því að geyma gögnin á fleiri stöðum en einum samtímis. Það er margfalt öruggara en að vera með allt á einum hörðum diski sem tengdur er við tölvuna. Svo er hraðinn að aukast og verðið á þjónustunni lækkar á hverju ári, þannig að í dag eru þær jafnvel orðnar ódýrari en að kaupa sér harðan disk.“ Varðandi framhaldið segist Tryggvi viss um að í fyllingu tímans muni skýið taka við af hörðum diskum. „Það er bara spurning um tíma.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira